Saga - 1982, Síða 127
ÞORLÁKSSKRIFTIR OG HJÚSKAPUR
125
bréfi Alexanders III páfa til Eysteins, sjá Latinske dokument (1959), bls.
76-7,§6, sem Vandvik telur vera frá 1169. Það er því ekki rétt að Eysteinn
hafi ekki vikið lýðbiskupi frá embætti eins og Vandvik telur, sjá Latinske
dokument (1959) bls. 16, nmgr.3.
10) Hneyksli þessu er lýst í Oddverja þætti sem hefur varðveist sem innskot í
sumum gerðum af Þorláks sögu, sbr. Byskupa s^gur (1978), bls. 185.
11) I Þorláks sögu er því lýst að Þorlákur hafi eitt sinn ætlað sér að biðja
virðulegrar ekkju en skipt um skoðun vegna draums, „voru þau góðir vinir
alla æfi síðan“, Byskupa s^gur (1978), bls. 185. í Canones Nidarosienses
frá síðari hluta 12. aldar er prestum stranglega bannað að giftast ekkjum,
sjá Latinske dokument (1959), bls. 46-7.
12) Brautryðjendur í gagnrýnum rannsóknum á frásagnaheimildum og lögum
íslenskra miðalda á 19. öld voru Jón Sigurðsson og og Konrad Maurer. Jón
m.a. í Diplomatarium Islandicum I og íslendinga sö'gum I-II. Rannsóknir
Maurers hófust að sumu leyti á þeirri undirstöðu sem Jón hafði hlaðið,
sbr. Maurer (1896) og Maurer (1871), en þróuðust síðan til nýrra sviða og
annarra viðhorfa, sbr. t.d. athugagrein 14 hér síðar.
13) Samandregið og ófullkomið yfirlit yfir hjúskaparmál í þessum sögum:
Kormáks saga (samkvæmt ÍF VIII):
Kormákur og Steingerður trúlofast, bls. 223.
Kormákur fylgir ekki trúlofun eftir og kemur ekki til brúðkaups, bls. 224.
Steingerður er gift Bersa að tilhlutan bróður hennar og föður og án
samþykkis hennar, bls. 226, sbr. bls. 233.
Steingerður skilur við Bersa, bls. 254.
Bersi drepur bróður Steingerðar (upphafsmann hins ófrjálsa hjúskapar),
bls. 255.
Þorvaldur Eysteinsson giftist Steingerði ,,og ekki með hennar mótmæli“,
bls. 264.
Kormákur viðurkennir hjúskap þeirra er hann frelsar Steingerði frá ræn-
ingjum og færir hana Þorvaldi, bls. 296-8.
Hallfreðar saga (samkvœmt ÍF VIII):
Hallfreður og Kolfinna unnast og faðir hennar stingur upp á hjúskap en
Hallfreður vill eigi, bls. 144.
Grís Sæmingsson biður Kolfinnu, þau eru gift, en án samþykkis hennar,
bls. 145-50.
Hallfreður fer til Gautlands, kvænist heiðinni konu, Ingibjörgu, þau eign-
ast tvo syni, hinn eldri þegar hún er enn heiðin, en hún lætur skírast, deyr,
bls. 176-9.
Hallfreður fer til íslands og samrekkir Kolfinnu í seli, bls. 180-5. Eftir
nokkur mannvíg sættast Grís og Hallfreður.