Saga - 1982, Page 136
134
BERGSTEINN JÓNSSON
legan árangur utan þeirra sveita, þar sem þegar var brostinn flótti
í liðið. En hér var hafinn sá sírenu-söngur, sem síðan linnti ekki
næsta mannsaldur og vel það. Þá fór líka í hönd örðugur harð-
indakafli fyrir vanbúna landsmenn, sem fæstir þoldu skakkafall á
skakkafall ofan. Er engum efa undirorpið, að hefði leiðin vestur
ekki opnazt um þessar mundir, hefðu ófáir íslendingar látið lífið
af harðrétti, sem nú sáu sér og sínum borgið vestur á hinar fornu
veiðilendur rauðskinnanna.
Eftir heilmikil mistök og ýmsa vafninga, sem ugglaust stöfuðu
af viðvaningshætti frumkvöðlanna, t.d. 5-6 vikna bið á Akureyri
frá því í júní og fram í ágúst, komst hópurinn loks af stað. Hafði
þessi seinagangur meira og minna gengið á nauman farareyri vest-
urfaranna, og við búið er að eldmóðurinn hafi eitthvað dvínað hjá
þeim, sem ekki voru stálslegnastir allra.
Það voru um það bil 150 manns, sem lögðu af stað frá Akur-
eyri, en í Liverpool slógust fleiri landar í hópinn, svo að þeir voru
165, þegar til Quebec kom. Þar var Páll Þorláksson fyrir, albúinn
þess að leiða lýðinn til Wisconsin. Hafði hann upphaflega frétt að
von væri á 500 manna hóp, og einhverjir þremenningar höfðu
skrifað honum og beðið hann að finna hentugt landsvæði, sem
hópurinn gæti keypt og síðan setzt að á. Eins og nærri má geta vís-
aði hann þeim tilmælum á bug, bar við vanþekkingu sinni og
vandhæfni á að uppfylla svo margar og margvíslegar óskir. Þá
benti hann á tvennt, sem fyrr hefði mátt huga að og meiri gaum
gefa en raun varð á: íslenzka bændur brysti þá verkkunnáttu, sem
vesturheimskur búskapur krefðist; og enn væru flestir komumenn
of félitlir til þess að geta ráðizt í jarðakaup og bústofnun, svo að
vel færi.
í fjórum norskum söfnuðum i Wisconsin tókst Páli að útvega
loforð um vist handa 40 fjölskyldum og nokkrum lausamönnum,
enda hafði hann þá sannspurt að komumenn yrðu ekki fleiri en
200 að sinni. Taldi hann ráðlegt að íslenzku innflytjendurnir ynnu
þannig minnst ár, en annars allt að þremur árum, hjá norsku
bændunum til þess að læra öll nauðsynlegustu vinnubrögð og átta
sig á landsháttum.
Þegar til átti að taka, kom á daginn að af hinum 165 höfðu 115