Saga - 1982, Page 137
SIRA PÁLL ÞORLÁKSSON
135
skriflega bundið sig til þess að fara til Muskoka í Ontario í Kan-
ada (það er norð-vestur af Toronto), en þar var þeim fyrst um
sinn heitið 200 ekrum lands ókeypis og ýmiss konar annarri að-
stoð og fyrirgreiðslu, sem hvergi stóð til boða í Bandaríkjunum.
Það urðu því einungis 50 sálir sem slógust í hjörð Páls, og hélt
hann með hópinn sem leið lá í lest til Milwaukee. Þarna voru að
sjalfsögðu foreldrar hans og systkini, en auk þess aðallega frænd-
Ur. vinir og gamlir sveitungar úr Bárðardal.
Þessi hópur varð þeirri reynslu rikari á leiðinni suður að lenda í
járnbrautarslysi. Vildi það til á höfuðdag (29. ágúst) 1873 ein-
hvers staðar í Michiganríki. Meiddust 8 íslendingar, en enginn al-
varlega. Fáeinir útlendingar létu lífið.
Páll gekk vel fram í að útvega skjólstæðingum sínum bætur
fyrir áverka og óþægindi og tjón. Sá hann um að járnbrautarfé-
lagið kostaði læknishjálp alla, hjúkrun og tekjumissi ferðalang-
anna. Honum taldist svo til, að alls hefði félagið orðið út með 250
dali af þessum sökum, sem sjálfsagt hefur verið vel sloppið hjá
félaginu, en kom sér mæta vel fyrir suma ferðalangana. Annars
lýsir Páll þessum atburðum í bréfi frá 18. okt. 1873, sem birtist í
f^orðanfara á Akureyri. Þar segir m.a.:
Segja má nú, að járnbrautarfélagið hafi vel getað staðið
sig við að borga, þótt meira hefði verið upp sett, en ekki ber
að líta til þess heldur sanngirninnar.
Eftir þessa samninga fylgdi ég nokkrum fjölskyldum út á
landið, 87 mílur fyrir vestan Milwaukee, og fékk vistir
handa þeim í söfnuðum prestsins séra Ottesens. Þegar við
komum þangað, var tekið við okkur tveim höndum af
Norðmönnum, er sögðu okkur að presturinn sinn hefði beð-
ið þá fyrir það af stólnum að taka vel á móti íslendingum, ef
þá bæri að garði. Bændur komu og sóttu hver sína fjöl-
skyldu....
Eins og vænta mátti urðu íslendingar ekki mosavaxnir í vistun-
Urn hjá frændum sinum Norðmönnum. Þó kannast þeir yfirleitt
v'ð það síðar meir, sem á þessa atburði minnast, að þeir hafi