Saga - 1982, Side 138
136
BERGSTEINN JÓNSSON
margt gott haft af húsmennskunni og þessir norsku landnemar
hafi oft vikið góðu að þeim, eftir að vistum lauk. En hitt varð
þyngra á metum, að allt með tölu dreymdi þetta fólk sjálfstæðan
búskap, og framan af töldu flestir sjálfsagt, að væru þeir látnir
sjálfráður, mundi þeim í lófa lagið að sveigja búskap sinn að
meira eða minna leyti að islenzkum háttum. Víst er að furðu lengi
stríddu íslenzkir bændur vestra við að hafa sauðfé, þótt erfitt
væri og umhent eins og hagaði til þar sem þeir settust að.
í bréfi frá Páli til Norðanfara, dagsettu í St. Louis 14. okt.
1874, segir frá því að eftir eindregnum tilmælum nokkurra ís-
lenzkra bænda úr Bárðardal, Eyjafirði og Austurlandi, hafi hann
farið með föður sínum og Haraldi bróður sínum í landaleit í Wis-
consin. Báru þeir niður í Shawano County, sem Páll vildi kalla
Ljósavatnssýslu. Þetta er drjúgan spöl vestur og norður af Mil-
waukee.
Páli tókst að koma því í kring, að allt „county land“ í Shawano
skyldi látið íslenskum landnemum í té fyrir hálfvirði, en enginn
þeirra mætti nema meira en 80 ekrur. Auk þess var samþykkt að
allt sendið land norður af Shawano vatni, sem þótti of rýrt til
hveitiræktunar, skyldu íslendingar fá ókeypis til sauðfjárræktar.
Síðar kom í ljós, að bújarðir íslenzku landnemanna þarna voru
engin kosta lönd, enda naumast að vænta, þegar mest annað land
í Wisconsin var áður numið, sem byggilegt taldist, og það af
mönnum, sem betur kunnu að ætla á um gæði akurlands en ís-
lenzkir bændur, þegar hér var komið sögu.
Vorið 1875 brautskráðist Páll af prestaskólanum. Vígðist hann
þá prestur til norskra safnaða í Shawano County, en bjó í íslenzku
byggðinni þar. Hann kvæntist aldrei, en um skeið var Jakobína
systir hans bústýra hjá honum.
Þá er loks þar komið þessari sögu, þegar ,,Kirkjubók“ Páls hin
íslenzka er byrjuð. Hann vatt sér í það haustið 1875 að stofna ís-
lenzkan söfnuð í Shawano County. Áður höfðu landar sótt norsk-
ar messur hjá honum. Þetta er fyrsti íslenzki söfnuðurinn, sem
stofnaður var í Ameríku.
Samkvæmt bókinni voru safnaðarlimir i Shawano County 35
talsins, og hefur það trúlega verið allur þorri íslendinga í byggð-