Saga - 1982, Page 139
SÍRA PÁLL ÞORLÁKSSON
137
'nni. Þar af voru foreldrar Páls, systkini, mágkona og bróðurbarn
Fór því vel á því, að fyrsta prestsverk hans, sem á bókina er
skráð, er skírn Lovísu Bjargar, dóttur Haralds Þorlákssonar og
konu hans, Maríu Sigurðardóttur. Fór skirnin fram 12. september
|^75, en stúlkan var fædd 25. ágúst. Síðan líður á níunda mánuð
aður en hann bókfærir næstu skirn, 9. júní 1876, og er það á Was-
hington Island. Sama haust skírir hann íslenzkt barn í Milwaukee
°g síðan mörg í Winnipeg.
Alls hefur sr. Páll skírt 130 börn, sem færð eru í þessa bók,
'angflest alíslenzk eða íslenzk í aðra ætt. Auk þess hefur hann sér-
staklega bókfært 10 börn, sem Baldvin Helgason veitti eins konar
bráðabirgðaskírn í Cardwell í Ontario á árunum 1874-79.
Fyrsta íslenzka fermingin í Shawano County (og hin eina?) fór
fram 26. nóv. 1876. Fermd voru 6 börn, 4 piltar og 2 stúlkur. í
f*ópnum voru tvö systkini prestsins. — Samtals virðist sr. Páll
hafa fermt 51 barn íslenzkt á ferli sínum.
Altarisgöngur voru bersýnilega geysivinsælar og mikið iðkaðar
1 söfnuðum sr. Páls. Greinir hann jafnan slíka ,,gesti“ allt frá 14.
n°v. 1875 í Shawano County til 3. sunnudags í aðventu 1880, en
bá fer athöfnin fram við Tungá í Pembina County, Dakota Terri-
tory.
Framan af greinir Páll hvert nafn altarisgesta sinna, kvenna
Sern karla. En 1878 er hann orðinn svo amerískur, að hann skrifar
einungis nafn bóndans, ef hjón eru saman, og bætir þá við & kona
~~ sbr. Mr. & Mrs. N.N.
Fyrstu íslenzku brúðhjónin koma til bókar 6. sept. 1876, og er
Pað í Winnipeg. Alls urðu það 28 pör, sem hann gefur saman og
skráir í íslensku kirkjubókina.
tJpphafið á bókarhlutanum um jarðsetta vekur minningu um
^'kla raunasögu á píslargöngu íslenzku landnemanna í Kanada
fyrstu árin vestra.
Hinn 19. ágúst 1876 jarðsetur hann tvö íslenzk sveinbörn, ann-
að tveggja ára, hitt ársgamalt.
Hinn 23. s.m. stendur hann yfir moldum þriggja smábarna á
'mli í Nýja íslandi; s.m. eru enn þrjú börn grafin þar; 1. sept.