Saga - 1982, Blaðsíða 145
GJÖRNINGAVEÐRIÐ 1884
143
haustið, ef allt hefði gengið eins og til var stofnað og vonast var
eftir. Lítið hafði veiðst það sem af var vertíðinni, en menn biðu
rólegir eftir haustsíldinni, sem búist var við að kæmi i október. Þá
áttu aðalveiðarnar að hefjast, og við miklu var búist.
Þann 11. september voru á Eyjafirði um 90 norsk skip, þar af
fjögur gufuskip. Auk þess voru nokkrar íslenzkar hákarlaskútur á
vegum Norðmanna. Þá voru einnig á firðinum nokkur skip frá
öðrum þjóðum, en þau munu hafa verið örfá. Norskar heimildir
telja að helmingur norska flotans hafi legið við Hrísey, nokkur
skip við Litla-Árskógssand og Böggvisstaðasand, en hin innar á
Eyjafirði.
Trúlega er það heldur vel í lagt að helmingur flotans hafi legið
við Hrisey. Norsku skipin þar hafa naumast verið fleiri en 40,
jafnvel eilítið færri. Það er samt æðimikill fjöldi á litlu legurými.
Eví hefur skipunum verið lagt svo þétt, að þau hafa tæpast haft
nóg svigrúm, þegar snögg veðrabrigði gerði. Ofan við skipin, milli
beirra og lands, lá svo mikill fjöldi nótabáta með nótunum i.
Legufæri þeirra voru léleg og keðjur allt of stuttar.
Septembermánuður 1884 byrjaði með hafnæðingi, austan og
norðaustan kuldasveljanda, og 8. dag mánaðarins segir Jón Jóns-
son á Siglunesi í dagbók sinni að verið hafi éljagangur. Sama dag
skrifar Ólafur Sigurðsson í Ási í Hegranesi í sína dagbók að þar
hafi verið næturfrost, en logn og heiðríkja. Næsta dag breytti um
átt og fram til 20. september voru landáttir og hlýviðri. I Skaga-
firði var aðeins mismikill vindur, stundum rok, stundum stormur
eóa þétthvass. Eftir því sem Jón á Siglunesi ritar, hefur landáttin
verið nokkru vægari á Siglunesi. Þar er oft sagt logn, þó stormur
n£eði um ólaf í Ási. Úr Eyjafirði er fáar fréttir að hafa um veður-
iag mánaðarins, en þar er þó hvassviðri aðfaranótt 10. september.
^á verður skip við Hrísey fyrir tjóni af völdum veðurs, sem siðar
mun sagt verða.
bjóðsagan greinir svo frá, að Gjörningaveðrið hafi aðeins geis-
að í Hrísey og næsta nágrenni. Það er að vísu ekki allskostar rétt,
er> þó hefur sagan nokkuð til síns máls. Hvergi varð ofsinn slíkur