Saga - 1982, Page 146
144
SIGURJÓN SIGTRYGGSSON
sem þar. Víða var rok, en vafasamt er hvort annarsstaðar hefur
orðið raunverulegt fárveður.
Rokið skall á ,,eins og hendi væri veifað“ síðdegis á fimmtudag
11. september. Veðursins virðist hafa gætt víða um land og á
líkum tíma, samkvæmt upplýsingum frá Trausta Jónssyni veður-
fræðingi um veðurfar á fjórum stöðum á landinu þennan dag og
hinn næsta. Það eru raunar of fáir staðir til þess að hægt sé að
fullyrða nokkuð um veðurlag á landinu öllu: Á Teigarhorni við
Berufjörð var logn um morguninn, komin suðvestan 8—10 vind-
stig síðdegis og hélst svo til kvölds, en gekk meira til vesturs.
Næsta morgun var komið logn. í Vestmannaeyjum voru sunnan
7—8 vindstig um morguninn, en 8—10 stig síðdegis. Um kvöldið
voru vestsuðvestan 7—8 vindstig. Næsta dag hægði og var komið
logn að kvöldi. í Stykkishólmi var jafnhvassast, 8—10 vindstig á
öllum athugunartímum, en vindáttin var suðaustan um morgun-
inn, suðvestan síðdegis og eins um kvöldið. Næsta dag gekk veðr-
ið niður og komið var logn um kvöldið. í Grímsey, næstu athug-
unarstöð við Eyjafjörð, var minnstur vindur. Þar voru austan
5—6 vindstig að morgni, suðsuðaustan 5—6 stig síðdegis og suð-
suðvestan 7—8 að kvöldi. Daginn eftir var þéttingsstormur af
vestri, eða 7—8 vindstig. Þar var aldrei neinn ofsi og þolanlega
búin skip hefðu vafalaust farið allra sinna ferða þar úti fyrir, á
sama tíma og skipin fórust inni á Eyjafirði.
Nokkrar aðrar heimildir eru til um veðurlag á einstökum
afmörkuðum svæðum. Þeim ber öllum saman um að logn hafi
verið um morguninn, en hvesst skyndilega upp úr hádegi. Þannig
segir þingeyskur bóndi í dagbók: „Farið í Engey til að þurrka.
Um miðjan dag gekk í suðvestan ofsa, heyskaðar urðu víða.
Bleikjan fauk úr Engey. Mest fauk á Björgum (í Kinn) 40 hestar af
60 fuku.“1 Jón bóndi á Siglunesi hafði sent fólk sitt til heyvinnu
inn á Nesdal. Hann skrifar í dagbókina að kvöldi: ,,Logn og
þurrkur framan af, en gjörði dæmalaust rok um miðjan daginn
svo fólk kom heim. Hafði feykt öllu um og tekið hey úr höndum
1 Dagbók Snorra Jónssonar bónda á Þverá í Laxárdal. í Héraðsskjalasafm
Þingeyinga á Húsavík. Þessi tilvitnun var lesin í síma af skjalaverði.