Saga - 1982, Side 148
146
SIGURJÓN SIGTRYGGSSON
Tunnur, sem voru í stöflum, þeyttust i loft upp, og flestar
fóru í sjóinn og fundust aldrei síðan. Skipin slitnuðu upp og
bátar sukku. Við Hrísey fóru fjöldamörg skip í land og
mörg af þeim brotnuðu í spón. Gufuskipin hjálpuðu mjög
mikið, bæði með það að ná í nótabáta og nótum úr bátum,
sem voru eins og hráviður á reki um allan sjó, úti undir
fjarðarmynni, og eins hjálpuðu þau til þess að bjarga skip-
um frá ströndinni, sem var að reka í land. Morguninn
eftir, þegar birti og veðrinu slotaði, var ljótt að sjá við
Hrísey. Skipin brotin hátt upp í fjöru, bátar og veiðarfæri
týnd eða rekin á land, allt meira og minna eyðilagt. Eitt ein-
asta skip lá eftir af öllum flotanum, barkskipið „Danne-
brog.“ ,,Gránu“ rak fyrir festum upp á Laufásgrunn, en
sakaði ekki, og komst á flot daginn eftir.5
Við þessa frásögn er það að athuga, að vafalaust hefur hvesst
rétt upp úr hádegi, en ekki „þegar tók að kvelda.“
Verður nú vikið að skipatjóninu í Hrísey og nágrenni, sem mun
vera hið mesta, sem um getur á íslensku skipalægi. Sem að líkum
lætur er víða minnst á þetta ógnartjón í fréttum, í blöðum og
víðar. Ekki þykir ástæða til að rekja allar þær fréttagreinar, svo
áþekkar sem þær eru hver annarri. Ekki ber þó þessum heimildum
öllum saman um hve mörg skip strönduðu við Hrísey. Talan
leikur á 17—20. Tveir fréttapistlar verða látnir fljóta hér með:
Að kvöldi hins 11. september rak á land í Hrísey 19 skip, 3
íslensk, 15 norsk og eitt enskt. Þar af er búið að ná út aftur
3, en að likindum nást ekki fleiri. Þar að auki misstu 10—12
skip möstur sín; 3 norskir drukknuðu; fjöldi báta misstist
og brotnaði og síldarnætur skemmdust, eða misstust algjör-
lega. Skaði sá sem orðið hefur á skipum og veiðiáhöldum
þann 11. og nóttina til þess 12. má telja hér um 2—300,000
______kr.6
5 Þessi kafli úr ,,Endurminningum“ Gránu-Petersens er fenginn úr Síldarsögu
íslands, bls. 110.
6 Norðanfari, Akureyri 20. september 1884.