Saga - 1982, Blaðsíða 152
150
SIGURJÓN SIGTRYGGSSON
var svo heppinn að fá hann aftur óskemmdan eftir skamman
tíma. Þegar fór að vora vann hann við að hreinsa skipið, pússa
það og mála utan og innan.
,,Adoram“ hefur því vafalítið verið gljáandi eins og lysti-
snekkja þegar Rönnevig skipstjóri kom með skipshöfn sína til
Eyjafjarðar 7. ágúst 1884. Hann hafði meðferðis ný möstur og
reiða á skipið og var nú ekki beðið boðanna að seglbúa á ný. Það
tók nokkurn tíma og það var kominn 24. ágúst þegar ,,Adoram“
sigldi í blásandi byr út Eyjafjörð og lagðist við Hrísey. Nú átti að
veiða síld, en veiðarnar gengu hörmulega. Enginn farmur var því
kominn í skipið þegar rokið mikla skall á.
Þetta var eitt af fyrstu skipunum sem strönduðu við Hrísey-
Það fór að reka strax um klukkan fimm siðdegis á fimmtudag-
Keðjur voru gefnar út á enda í þeirri von að akker festust þá
betur, en skipið rak svo hratt að engum öðrum vörnum varð við
komið. Rétt áður en skipið tók niðri var keðjunum sleppt, svo það
barst hátt upp í fjöruna, en landtakan var ill og skipið brotnaði
mikið. Skipverjar allir voru komnir heilu og höldnu í land fyrir
klukkan níu um kvöldið.
Flakið af ,,Adoram“ var boðið upp 30. september. Hæstbjóð-
andi var norskur maður, K. Hilde, sem eignaðist skipið fyrir 101
krónu. Ýmislegt dót og lausamunir úr skipinu var einnig boðið
upp, alls 68 númer. Öll upphæðin, að skipinu meðtöldu, var 893
krónur.
3. Galeas ,,ALICE“ frá Haugasundi
Skipstjóri P. Stakkedal. Skipið lenti í árekstri og við það slitn-
aði önnur akkerisfestin. Einnig urðu talsverðar skemmdir á byrð-
ingi. Um tjón á reiða er ekki getið, en vafasamt má telja að skipið
hefði hangið i einni keðju með heil möstur
4. Galeas ,,ANSGAR“ frá Haugasundi
Skipstjórinn, B. Chr. Larsen, lét gefa út keðjur á enda, en samt
rak skipið undan rokinu að landi. Rétt áður en það tók niðri var
keðjunum sleppt, og vonast eftir að þá yrðu minni skemmdir a