Saga - 1982, Page 154
152
SIGURJÓN SIGTRYGGSSON
sundi, missti þá bugspjótið með tilheyrandi seglum. Stórbóman
brotnaði og byrðingur laskaðist nokkuð. ,,Elisabeth“ virðist ekki
hafa haggast á legunni þó annað skip rækist á hana.
9. Skonert ,,EMANUEL“ frá Stafangri
Þetta skip lá við Litla-Árskógssand. Það lá við tvö akker og
keðjur gefnar út á enda. Þegar rokið skall á fór skipið að reka og
lét þá skipstjórinn, B. Olsen, höggva fokkumastrið. Vildi þá svo
til að um leið og það féll brotnaði stórmastrið. Þetta varð til þess
að skipið stöðvaðist á rekinu. Akkerin náðu haldi á ný og högguð-
ust ekki þó annað skip festist einnig í þeim, sem síðar segir frá. Til
frekari áréttingar framburði sinum mætti skipstjórinn aftur fyrir
rétti og lagði þá fram útdrátt úr dagbók skipsins.
10. Kútter ,,FISKEREN“ frá Björgvin
Þetta skip varð raunar ekki fyrir skemmdum. Skipið var á
þorskveiðum og hefur trúlega leitað hafnar í Hrísey, annaðhvort
undan veðri eða til að fá einhverjar nauðsynjar. Þegar stormur-
inn skall á og skipið fór að reka, lét skipstjórinn, E. Halvorsen,
renna út keðjunum, sigldi út af höfninni og hélt til hafs. Hann
kom aftur inn til Hríseyjar á næsta degi og varð ekki fyrir öðru
tjóni en missi legufæra.
11. Jakt ,,GOTTRED“ frá Haugasundi
Skipstjóri H. Johnsen. Skipið lenti i árekstri og missti þá bug-
spjótið. Talsverðar skemmdir urðu á skutnum og skansklæðning
brotnaði mikið.
12. Jakt,, HELENA ‘ ‘ frá Storöen
Skipstjóri S. M. Eriksen. Skipið varð ekki fyrir miklu tjóni.
Það lenti í árekstri og við hann brotnaði stórbóman. Smávegis
skemmdir urðu á byrðingi. Annað varð ekki að, og ,,Helena“
hefur vafalaust verið fær um að sigla heimleiðis.