Saga - 1982, Side 155
GJÖRNINGAVEÐRIÐ 1884
153
13. Galeas ,,INDUSTRI“ frá Stafangri
Skipið lá við Litla-Árskógssand. Fljótlega eftir að rokið skall á
fór það að draga legufæri sín og rak frá landi. Skipstjórinn, E.
Thorlaksen, sá þá ekki annan kost en að höggva möstrin úr skip-
inu. Það nægði þó ekki. Trúlega hefur það verið komið of langt
frá landi til að akker fengju festu á ný þó reiðinn væri farinn.
.>Industri“ rak nú þvert yfir Eyjafjörð með báðar keðjur úti.
Nokkurn spöl utan við Grenivík náðu akkerin haldi og þar hékk
skipið þar til d/s ,,Alf“ kom til hjálpar og dró það aftur á skipa-
lægið við Litla-Árskógssand.
14. Galeas ,,ISAFOLD“ frá Haugasundi
Skipstjóri H. Aaröe. Þetta skip varð ekki fyrir teljandi
skemmdum. Aðeins brotnaði af því bugspjótið. Um önnur óhöpp
er ekki getið og má þvi kallast að það hafi sloppið vel.
15. Jakt ,,KAYA SOPHIA"frá Haugasundi
Ekkert er um þetta skip vitað annað en að það rak upp í fjöru í
Hrísey. Þar brotnaði botninn úr því að mestu, svo um var að ræða
algjöra eyðileggingu.
Flakið var boðið upp 24. september. Norskur maður, S. Över-
land, varð hæstbjóðandi, hreppti skipið fyrir 200 krónur.
16. Skonert ,,LAGOS“ frá Stafangri
Þegar rokið var nýlega skollið á, lenti þetta skip í árekstri við
tvö ónafngreind skip. Við það urðu nokkrar skemmdir á ,,Lagos“
^æði á skrokki og reiða. Til þess að losna frá skipunum tveimur,
tók skipstjórinn, M. Olsen, það ráð að sleppa legufærum og koma
skipinu út af höfninni. Einhverjir segllappar voru settir upp, en
veðrið var svo mikið að raunar var ósiglandi. Þó var hægt að hafa
nokkra stjórn á skipinu og halda því frá landi. Þegar komið var
nálægt sex mílur út fyrir Hrísey kom d/s ,,Erik Berentsen“ á vett-
vang og bauð að draga ,,Lagos“ til hafnar fyrir 4000 krónur, sem
Olsen skipstjóri samþykkti.