Saga - 1982, Síða 156
154
SIGURJÓN SIGTRYGGSSON
í skýrslu Havsteens konsúls segir að ,,Lagos“ hafi verið dregið
til Akureyrar og lagt þar við tvö akker, sem fengin hafi verið að
láni. Þetta mun vera nokkuð málum blandað. Trúlegt er þó að
skipið hafi verið dregið til Akureyrar, en það hefur ekki verið gert
strax. Það lá enn við Hrísey 15. september. Þann dag mætti skip-
stjórinn fyrir rétti þar ytra. Hann getur þess ekki hvert hafi verið
farið með skipið, segir aðeins að það hafi verið dregið inn á skipa-
lægið. Hann getur ekki um við hvaða legufæri hann lagði skipinu,
en ýmis ráð hafa menn getað haft í tilfelli sem þessu. Benda má á,
að ,,Erik Berentsen“ fór út aftur, sótti annað skip og dró það til
Akureyrar. Það hefði hann ekki getað, nema hann hafi losnað við
,,Lagos“ í Hrísey. Ósennilegt er að hann hafi getað dregið tvö
skip samtímis, enda er ekki minnst á það í réttarhöldum, þó
ástæða hefði verið til að geta um það, ef svo hefði verið. Líklegast
er því að ,,Lagos“ hafi verið dregið aðeins til Hríseyjar í upphafi,
en síðar til Akureyrar til viðgerðar.
17. Jakt ,,LYNA“frá Stafangri
Um þetta skip er fátt að segja. Það lá við Litla-Árskógssand og
fór að reka strax og rokið skall yfir. Skipstjórinn, L. Staver,
ákvað þá að höggva af því mastrið og það nægði til þess að
,,Lyna“ hékk kyrr á legunni.
18. ,,LYRA“ frá Haugasundi
Þetta skip, sem ekki er vitað hverrar tegundar var, lá við Litla-
Árskógssand. Það fór að reka strax í upphafi stormsins. Jakobsen
skipstjóri lét þá í skyndi höggva af því reiðann og við það
stöðvaðist rekið og varð ekki frekara tjón.
19. Galeas ,,MARA “ frá Haugasundi
Þetta skip lá við Hrísey og fór að reka til lands strax í byrjun
stormsins. Skipstjórinn, G. Egge, brá þá á það ráð, einn manna,
að sleppa legufærum og sigla skipinu upp í fjöru, þar sem hann
vissi góða landtöku. Þetta tókst allvel, skipið rann vel upp og
skemmdist lítið. Þó kom að því nokkur leki, sem auðvelt var að