Saga - 1982, Page 157
GJÖRNINGAVEÐRIÐ 1884
155
Þétta svo nægði til bráðabirgða. Þann 16. september var svo
• >Mara“ dregin á flot og til Akureyrar, þar sem framkvæmd var
fullnægjandi viðgerð. Gufuskipin ,,Ingeborg“ frá Haugasundi og
>>Erik Berentsen“ frá Stafangri drógu skipið úr strandinu.
I ,,Mara“ var einhver farmur, sem hafði verið tryggður. Skip-
stjórinn óttaðist að skemmdir hefðu orðið á honum og þess vegna
gaf hann skýrslu hjá sýslumanni 24. september, þar sem hann
askilur sér rétt til bóta frá viðkomandi tryggingarfélagi.
20. Galeas ,,MARS“ frá Haugasundi
Ekki er vitað hvað gerðist um borð í þessu skipi. Skipstjórinn,
E. Fredriksen, mætti ekki fyrir rétti. Því er það eitt vitað, að
>,Mars“ rak upp í fjöru og brotnaði mikið. Meðal annars brotn-
aði undan honum kjölurinn. Skipið var því talið ónýtt og boðið
UPP 24. september. Þorsteinn Þorvaldsson bóndi á Hámundar-
stöðum keypti flakið fyrir 82 krónur.
21. Galeas ,,MÖNSTRE“ frá Haugasundi
Þetta skip rak upp í klappir og eyðilagðist. Skipstjórinn, J. H.
Smedsvig, getur ekki um neinar tilraunir til björgunar eða tildrög
að strandinu. Vilhjálmur Þorsteinsson í Nesi keypti flakið á upp-
boði 24. september fyrir 111 krónur.
22. Jagt ,,NORA“ frá Haugasundi
Skipið lá við Hrísey, og eins og flest önnur fór það að draga
legufæri sín að landi. Skipstjórinn, K. Eriksen, lét þá höggva
ntöstrin og nægði það til að rekið stöðvaðist og ,,Nora“ hékk
kyrr. Áður en akkerin náðu aftur haldi, hafði ,,Nora“ rekist á tvö
skip, galeasana ,,Nordland“ og ,,Riga.“ Verulegar skemmdir
Ufðu á öllum skipunum, af ,,Nora“ brotnaði allur skansinn með
styttum, en ekki er getið um aðrar skemmdir.
Ekki er vitað hvort ,,Nora“ hefur getað siglt heim til Noregs
Uiu haustið, en 10. október lá hún við akkeri inni við Glæsibæ í
Eyjafirði.