Saga - 1982, Blaðsíða 158
156
SIGURJÓN SIGTRYGGSSON
23. Brigg ,,NORDEN“ frá Haugasundi
Þetta skip lá fyrir þremur stórum akkerum, en eigi að síður rak
það upp í fjöru, brotnaði verulega og var talið ónýtt. Skipstjóri,
Anton Berentsen, kom ekki fyrir rétt og er því ekki vitað um til-
drög að strandinu. Hverjar björgunartilraunir hafa verið gerðar
er heldur ekki vitað, en skipið rak upp með reiða sinn heilan.
,,Norden“ virðist hafa tekið land rétt við eitt af húsum Norð-
manna, sem stóð í flæðarmáli, og borist hátt upp. Þegar skipið
fór að veltast í fjörunni brotnaði af því mastrið og lenti það á
húsinu, sem brotnaði undan þunga þess. Þetta er fremur ótrúleg
saga, en ekki hægt að hafna henni með öllu. Á einum stað í
Hrísey, nálægt Selaklöpp, munu vera þær aðstæður að slíkt væri
ekki óhugsandi.
Flakið af ,,Norden“ var boðið upp 30. september, og hlaut það
norskur maður, N. Hauge, fyrir 120 krónur.
24. Galeas ,,NORDENSKJÖLD“ frá Haugasundi
Það var ekki fyrr en 27. september, að skipstjóri þessa skips, K.
Tvedt, mætti fyrir rétti á Akureyri. Þá skýrir hann svo frá að
hann hafi legið með skip sitt við Hrísey hinn 11. september. Þá
hefði hann vegna hvassviðris neyðst til að höggva möstrin úr
skipinu. Nokkru síðar slitnuðu akkerisfestarnar, og skipið rak
stjórnlaust.
Þarna er eitthvað málum blandað. Ef skipið hefði rekið stjórn-
laust, hefði það ekki getað komist hjá strandi, annaðhvort við
Hrísey eða austanverðan Eyjafjörð. ,,Nordenskjöld“ strandaði
ekki, svo einhver segl hafa hlotið að vera uppi og hægt að hafa
stjórn á skipinu og halda því frá landinu. Það er því í hæsta máta
ótrúlegt að bæði möstrin hafi verið höggvin úr því.
Ekki er vitað hvernig þessu hefur verið háttað, en eftir fram-
burði skipstjórans var skipið statt í nánd við Hrólfssker í mynni
Eyjafjarðar snemma dags hinn 12. september. Þá kom þar á vett-
vang d/s ,,Erik Berentsen“ og bauð aðstoð sína gegn 4000 króna
greiðslu. Tvedt skipstjóri segist hafa boðist til að borga eftir taxta,