Saga - 1982, Page 159
GJÖRNINGAVEÐRIÐ 1884
157
en það vildi stéttarbróðir hans á „Erik Berentsen“ ekki sam-
Þykkja. Tvedt segist þá hafa neyðst til að ganga að þessum afar-
kostum til þess að bjarga skipi og mönnum. Þegar hann hafði lof-
nð að borga þessar 4000 krónur, tók ,,Erik Berentsen“ skip hans í
tog og dró það til Akureyrar. Þangað var komið seint um kvöldið.
Ekki var hægt að ganga frá skipinu að fullu fyrr en morguninn
eftir, að hægt var að fá lánuð legufæri hjá Havsteen konsúl. Nú
varð Tvedt að semja við skipstjórann á ,,Erik Berentsen“ að hann
kefði „Nordenskjöld” aftan í um nóttina. Til þess að það gæti
orðið varð Tvedt skipstjóri að gefa skriflega yfirlýsingu um að
hann mundi greiða þessar umtöluðu 4000 krónur.
Þetta taldi Tvedt vera nauðungarsamninga og áskildi sér rétt til
að láta dómstóla skerá úr um hvort honum bæri að greiða þessa
svimháu upphæð. Ekki er nú vitað hvernig þetta mál fór að
lokum.
Því má svo hnýta hér aftan við, að þegar ,,Nordenskjöld“ kom
fyrst til Akureyrar þetta sumar, var skipstjóri hans sektaður um
20 krónur fyrir ófullnægjandi undirskriftir skipsskjala.
25. Galeas ,,NORDLAND“ frá Haugasundi
Af þessu skipi eru litlar sögur. Það fór að reka og rakst á jagt
>>Nora“ og galeas ,,Riga.“ Skemmdir urðu verulegar á byrðingi,
en frá þeim er ekki nánar greint. Larsen skipstjóri lét höggva
möstrin úr ,,Nordland“ og náðu þá akkerin haldi.
26. Galeas „OCCIDENT“ frá Haugasundi
Það eitt er um þetta skip vitað, að það rak á land, lenti þar í
stórgrýtisurð og brotnaði kjölurinn og einnig komu stór göt á
'botninn. Það var því talið ónýtt. Skipstjórinn, B. Fuglestad,
ntinnist ekki á neinar tilraunir til björgunar.
A. Berentsen, norskur útgerðarmaður, keypti ,,Occident“ á
nppboði 24. september fyrir 105 krónur.