Saga - 1982, Page 161
GJÖRNINGAVEÐRIÐ 1884
159
Báturinn slitnaði úr höndum mannanna og tapaðist. Þegar svona
v^r komið sá skipstjórinn aðeins eitt ráð til bjargar. Hann þótti
sundmaður allgóður, og vildi nú freista þess að synda i land með
línu. Það hefur þó varla verið álitlegt í því veðri sem var og svarta
náttmyrkri. Skipverjum hans leist ekki heldur á þessa ákvörðun,
Þeir aftóku að hann legði í slíka glæfraför, og hann hætti við
ædan sína af þeim sökum. Mennirnir héngu svo á flakinu og sjór-
inn gekk yfir þá í sífellu. Þarna áttu þeir kalda og vonda vist.
Einn skipverja á ,,Rap”, 16 ára unglingur, Olav S. Olsen frá
Ejörgvin, gafst upp og missti kjarkinn. Þá náði kuldinn fljótlega
tökum á honum, og hann andaðist skömmu eftir miðnætti. Trú-
lega hefur þó lofthiti verið allnokkur, en kuldinn getur orðið bit-
ur, þegar staðið er i sífellu sjópusi um hánótt og hvergi skjóls að
leita. Nokkru eftir að drengurinn gaf upp öndina, gerði skipstjór-
'nn tilraun til að synda í land, þrátt fyrir mótmæli manna sinna.
Líklega hefur þá staðan á flakinu verið búin að lama þrótt hans
eitthvað, hann varð að gefast upp við þessa fyrirætlun og komst
aftur um borð í skipið.
Loksins leið þessi langa nótt og um klukkan átta um morguninn
barst þeim hjálp. Þá kom á vettvang d/s ,,Ingeborg“, náði mönn-
unum af flakinu og kom þeim í land. Þá voru skipbrotsmennirnir
°rðnir mjög illa haldnir, og sumir þeirra þurftu nokkurrar
hjúkrunar við. Þeir voru fluttir út í Ystabæ, og þar fengu þeir
góða umönnun og hresstust fljótt. Virtist þeim ekki verða meint
uf volkinu.
Laugardag, 13. september, kom sýslumaður á strandstað til að
sjá aðstæður þar með tilliti til björgunar farmsins. Skipið lá á
bakborðssíðu á klapparnefi um 60 faðma frá landi. Um fjöru var
skipið að mestu í kafi, svo ekki reyndist fært að ná neinu því, sem
uiðri í skipinu var. Björgunin varð því að einskorðast við það,
sem ofanþilja var, svo og það sem eftir lafði af reiða skipsins.
Eotninn virtist að mestu brotinn úr lestarrúmi, og farmurinn, sem
eingöngu var saltfiskur, hafði flotið út. Dreif af saltfiski sást um
sjávarbotninn allt í kringum skipið.
Ekki var unnið að björgun á sunnudeginum, en þá var undirbúin
jarðarför piltsins, sem fórst. Hann var fluttur til lands til greftr-