Saga - 1982, Síða 162
160
SIGURJÓN SIGTRYGGSSON
unar (líklega í Stærra-Árskóg) og jarðaður á þriðjudag. Miðviku-
daginn 17. september taldist björgun lokið og uppboð ákveðið
næsta dag. Ekki er vitað hver keypti skipið, sem mun hafa selst
fyrir 500 krónur.
30. Galeas ,,RIGA“ frá Stafangri
Þetta skip virðist ekki hafa hreyfst í óveðrinu, en varð fyrir
miklum skemmdum af völdum annarra skipa. Skipstjórinn, P.
Evensen, skýrir svo frá, að hann hafi legið við Hrísey í rokinu
mikla. Tvö skip, galeas ,,Nordland“ og jakt ,,Nora“, hafi einnig
legið þar, en nokkru dýpra. Þau hafi bæði farið á rek og lent á
sínu skipi með þeim afleiðingum að á ,,Riga“ brotnaði bugspjót
og klýferbóma, einnig fjórar styttur bakborðsmegin, tveir plankar
í byrðingi gengu inn og skammdekk rifnaði upp. Öll síðan niður
að sjólínu var urin og skemmd. Fokkurá og topprá brotnuðu
báðar, stagfokka tapaðist alveg, og allur reiði, jafnt fastur sem
laus, eyðilagðist. Þar að auki lentu hlutar af afhöggnum reiða
,,Nordlands“ og ,,Noru“ á skipinu og börðust við botn þess.
Gæti það mögulega hafa valdið skaða. Eftir þessari lýsingu að
dæma hefur eyðileggingin á ,,Riga“ verið feiknamikil, og trúlega
vafi á hvort unnt hefur verið að gera skipið sjófært á ný.
Þegar veðrinu slotaði var d/s ,,Erik Berentsen“ fenginn til að
draga ,,Riga“ til Akureyrar. Vafalaust hefur ekki verið farið á því
skipi til Noregs þetta haust.
31. Galeas ,,SAGA“ frá Haugasundi
Um þetta skip er fátt að segja. Það fór að reka til lands, og
skipstjórinn, N. A. Jakobsen, ákvað að fórna reiðanum. Þegar
möstrin voru fallin festist ,,Saga“ aftur og varð ekki fyrir frekara
tjóni.
32. Skonert ,,SKJOLD“ frá Haugasundi
Engar heimildir eru til um hvað gerðist um borð í þessu skipi,
eða hversvegna það rak á land. Skipstjórinn, S. Sahltvedt, gefur