Saga - 1982, Page 163
GJÖRNINGAVEÐRIÐ 1884
161
engar upplýsingar um það. Skipið rak upp í kletta og brotnaði í
spón.
Flakið var boðið upp 30. september. Jörundur Jónsson bóndi á
Syðstabæ varð hæstbjóðandi og hreppti ,,Skjold“ fyrir aðeins 26
krónur og 50 aura. Skipið var sagt nýlegt og þetta verð getur gefið
nokkuð til kynna, hversu illa það var brotið.
Jörundur lét rífa skipsskrokkinn, planka fyrir planka. Úr
dmbrinu byggði hann meðal annars nýtt íbúðarhús á Syðstabæ.
Allir aflviðir þess og fleira var úr skipstimbrinu. Þetta hús er enn
til, en hefur nú verið fært af grunni og stendur á öðrum stað, en
því var upphaflega valinn. Það sinnir enn sínu hlutverki, þó ekki
sé það lengur notað til íbúðar. Þess í stað skýlir það nú kramvöru
Kaupfélags Eyfirðinga og ver hana fyrir veðrum og vindum. Þessa
vörugeymslu kaupfélagsins nefna heimamenn ,,Kaupang“ í dag-
legu tali.
33. Galeas ,,SNÆFRID“ frá Haugasundi
Skipið lá við suðurenda Hríseyjar. Fljótlega eftir að rokið skall
á slitnaði önnur akkerisfestin og skipið tók að reka. Skipstjórinn,
A. Aanensen, sá þá ekki annað ráð betra en að höggva reiðann úr
skipinu og voru þá bæði möstrin felld. Við þessar aðgerðir stöðv-
aðist rekið og allt virtist ætla að fara vel. En litlu síðar kom
ónafngreint skip rekandi og lenti á ,,Snæfrid.“ Við þann árekstur
slitnaði seinni akkerisfestin, bugspjótið brotnaði, byrðingur
skemmdist nokkuð og stýrið laskaðist. ,,Snæfrid“ rak nú algjör-
lega stjórnlaust. Hún slapp framhjá Hrísey og rak þvert yfir Eyja-
fjörð. Meðan á rekinu stóð gátu skipverjar tjaslað saman varp-
akkeri og einhverjum keðjubútum, sem látið var falla þegar
komið var undir land, nokkuð utan við Grenivik. Akkerið náði
festu og hélt skipinu þar til d/s ,,Ingeborg“ frá Haugasundi kom
J'l hjálpar og dró ,,Snæfrid“ aftur til Hríseyjar, þar sem lagst var
a "ý. Ekki er þess getið að þeir hafi fengið önnur legufæri en varp-
akkerið.