Saga - 1982, Page 164
162
SIGURJÓN SIGTRYGGSSON
34. Jakt ,,SVANEN“ frá Haugasundi
Skipið rak upp í fjöru, en skemmdist lítið. Skipstjórinn, Chr.
C. Jakobsen, gefur enga ástæðu fyrir strandinu og getur ekki um
björgunartilraunir fyrir strandið. ,,Svanen“ hefur fengið góða
landtöku. Hann skemmdist ekki meira en svo, að hann var þéttur
og dreginn á flot. Þá var honum lagt aftur á skipalægið í Hrísey.
Einum sólarhring síðar hvessti aftur allmikið og þá slitnaði hann
upp og hefur ekki sést síðan. Hald manna var að hann hefði rekið
út úr Eyjafirði, því hvergi sáust merki þess að hann hefði strandað
í fjöru.
35. Galeas ,,TERNEN“ frá Haugasundi
Þetta skip hafði nærri rekið á land, en skipstjórinn, O. Lindö,
lét höggva reiðann og það nægði til að akker náðu haldi á ný og
skipið stöðvaðist rétt við fjöruna.
36. Skonert ,,THOR“ frá Haugasundi
Skonorta þessi virðist hafa skemmst allmikið. Hún lenti i
árekstri og brotnaði þá byrðingur verulega. Astrat skipstjóri taldi
þá nauðsynlegt að höggva reiðann til að forðast frekara tjón.
37. Galeas ,, VEGA “ frá Haugasundi
Hjá þessu skipi brotnaði annað akkerið um klukkan sjö um
kvöldið. Hitt akkerið nægði ekki til að halda skipinu kyrru, svo
það fór að reka að landi. Skipstjórinn, R. M. Stange, lét þá setja
út varpakker með pertlínu og jafnframt var reiðinn felldur. Þrátt
fyrir þessar ráðstafanir hélt ,,Vega“ áfram rekinu, og sýnilegt
var að ekki yrði komist hjá strandi. Rétt áður en skipið tók niðri
var legufærum sleppt, svo það barst hátt upp, en landtakan var ill
svo það brotnaði mikið og var talið ónýtt. Á uppboði 24. septem-
ber keypti Jóhannes Jörundsson á Syðstabæ flakið fyrir 70
krónur.