Saga - 1982, Side 165
GJÖRNINGAVEÐRIÐ 1884
163
38. Galeas ,, VENUS“ frá Haugasundi
Þetta skip lenti í árekstri við jakt „Elisabeth.” Önnur tildrög að
strandi þess eru ekki kunnug. Skipstjórinn, L. J. Askildsen, getur
ekki um neinar tilraunir til bjargar. ,,Venus“ barst upp á klappir
°g brotnaði mjög mikið. Hallgrímur Árnason keypti flakið á upp-
boði 24. september fyrir 65 krónur.
39. ,,PÓLSTJARNAN“ frá Böggvisstöðum
Þetta var ein af þeim hákarlaskútum, sem leigðar voru Norð-
mönnum. Skipstjóri hennar var norskur, S. Ellingsen. Hann
kemst svo að orði í réttarhaldi, að hann hafi fermt skipið fyrir eig-
andann, Baldvin Þorvaldsson (bónda á Böggvisstöðum í Svarfað-
ardal), með því skilyrði að skipseigandi sæi um tryggingar skips-
’ns, en farmeigandi greiddi það viðbótariðgjald, sem af tryggingu
farmsins leiddi. Það virðist því hafa leikið einhver vafi á því,
hvort tryggingar skips og farms væru í fullkomnu lagi.
Þegar rokið skall á, slitnaði önnur akkerisfestin og skipið tók
að reka. Áður en nokkuð varð að gert, rak ,,Pólstjörnuna“ upp
að skonert ,,Emanuel.“ Ekki virðast skipin hafa slegist saman eða
skemmst af þeim sökum, en Ellingsen skipstjóri segist hafa talið
nauðsynlegt að fella möstrin. Þau töpuðust bæði, ásamt seglum.
t*að eina akker sem eftir var, festist í legufærum ,,Emanuels“
°g héngu bæði skipin þarna hvort hjá öðru, þar til veður lægði.
>>Pólstjarnan“ hefur vafalaust legið við Litla-Árskógssand, en
Þess er þó ekki getið í réttarhaldinu.
40—42. íslensk hákarlaskip
Öllum heimildum ber saman um að í Gjörningaveðrinu hafi
strandað og eyðilagst þrjár íslenskar hákarlaskútur. Þessara skipa
finnst hvergi getið í bókum og ekki er vitað um nöfn tveggja
Þeirra. Þriðja skipið var ,,Eyfirðingur“ frá Grenivík. Hann rak