Saga - 1982, Blaðsíða 166
164
SIGURJÓN SIGTRYGGSSON
upp sunnarlega við Hrísey. Enn í dag, eftir nær 100 ár, sést flak
hans á stórstraumsfjöru.
Það vekur nokkra furðu að leifar íslensku skipanna virðast ekki
hafa verið boðnar upp, og þeirra er ekki getið í embættisbókum.
Verður því enn um sinn hulin ráðgáta hvaða skip fórust þarna.
Auk þeirra skipa, sem talin eru hér að framan, misstu reiðann
þrjú ónafngreind skip, tvö norsk og eitt danskt. Vera má að
annað norska skipið hafi verið skonortan „Rector Steen,“ en það
skip virðist hafa átt i örðugleikum. Frásagnir af því eru það óljós-
ar, að lítið er á þeim að byggja. Víst er þó að af „Rector Steen“
fórst einn maður.
Þá hafa verið talin upp öll þau skip, sem vitað er að urðu fyrir
óhöppum og tjóni á Eyjafirði í Gjörningaveðrinu. Misjafnt er
tjón skipanna, eða allt frá aðeins töpuðum legufærum („Fisker-
en“) og allt upp i algjöra eyðileggingu. Alls er vitað um 45 skip,
þó aðeins 40 séu nafngreind. Af þeim voru 39 norsk, fjögur
islensk, eitt enskt og eitt danskt. Af þessum skipum strönduðu 19,
þar af 15 norsk. Af norsku skipunum náðust þrjú á flot aftur, en
eitt þeirra, „Svanen,“ hvarf eftir að hann hafði verið dreginn úr
strandi. Þannig eyðilögðust 13 norsk skip, þrjú íslensk og eitt
enskt. Af 37 norskum skipum, sem nafngreind eru, voru 27 frá
Haugasundi, og þaðan voru 12 þeirra skipa sem strönduðu. Vera
má að frá Haugasundi megi einnig telja þau tvö skip, sem hér eru
talin frá Storöen eftir heimild Havsteens konsúls. í annarri
heimild er annað þeirra skipa, „Elisabeth,“ talið frá Haugasundi.
Ef til vill er þarna skammt á milli, en höfundur er lítt kunnugur
staðháttum í Noregi. Ljóst er að Haugasundsflotinn hefur goldið
mest afhroð og tjónið hefur orðið geipilegt, enda munu nokkrir
útgerðarmenn þaðan hafa gefist upp eftir þetta.
Fyrir utan skipatjónið varð gífurleg eyðilegging á bátum og
veiðarfærum. í skýrslu Havsteens konsúls segir svo: „Hjá Hrísey
og Litla-Árskógssandi lá fjöldi nótbáta og næturnar í þeim, svo
og nokkrir vindubátar og aðrir minni bátar. Flesta bátana rak
á land, einstaka til hafs, og fóru þeir í spón, en næturnar velktust