Saga - 1982, Síða 167
GJÖRNINGAVEÐRIÐ 1884
165
°g hröktust í flæðarmálinu og má telja víst að ónýtst hafa 3/4
hlutar báta og veiðarfæra.”
Norskar heimildir greina frá því að 50 bátar hafi farið forgörð-
um og 10 af stærstu nótunum tapast.
Lítið er vitað um tjón á fasteignum. Þó fuku þök af einhverjum
húsum Norðmanna í Hrísey. Salthús Öritzlandsbræðra fauk af
grunni og eitt hús er sagt að hafi brotnað undan mastrinu af
>»Norden,‘‘ sem áður er getið um.
Fárviðrið varð fimm mönnum að bana, drengjunum frá Höfða,
sem áður er sagt, og þrem Norðmönnum. Fyrr er getið um piltinn
sem lét lífið þegar ,,Rap“ strandaði og manninn sem fórst af
>>Rector Steen.“ Um þriðja manninn fer tvennum sögum. Hav-
steen konsúll nafngreinir hann ekki, en segir að hann hafi verið
Lá félagi Jóh. Larsens frá Storöen. Eftir norsku blaði frá þessu
sama hausti, Karmsundsposten, er haft, að þessi maður hafi heit-
tð Lars Skimmeland frá Moster og hafi hann verið með Stord-
leiðangrinum. Hann fór einn róandi á smábát og ætlaði út í nóta-
Fát, sem lá spölkorn frá fjörunni og hugðist bjarga honum, en
fórst við þær tilraunir. Það er raunar undravert að ekki skyldi
verða meira manntjón í þessum hamförum.
Það vekur einnig nokkra furðu hversu lítið varð um skaða á
eignum íslendinga, ef frá eru talin skipin, sem leigð voru Norð-
tttönnum, og þeir urðu að borga. Annað tjón varð ekki utan
Höfðabáturinn og lítilsháttar heyskaðar, sem áður getur. Hrís-
eyingar urðu ekki fyrir tjóni, nema ef laust hey hefur eitthvað
hreyfst. Ekki rauf uppborin hey og engar skemmdir urðu á húsum
Þeirra og bátum. Þeir stóðu á hlunnum sínum, eins og ekkert
hefði í skorist.
Það sem líklega hefur gert Syðstabæjarfólki þessa nótt eftir-
ntinnilegasta, var sá atburður, að meðan á ósköpunum stóð lagð-
ist Margrét Jónsdóttir, kona Björns Jörundssonar, á sæng og
skyldi ala sitt fyrsta barn. Ekki var unnt að sækja ljósmóður
vegna veðurofsans, en með Norðmönnum var læknir, og hann var
fenginn til aðstoðar. Hann tók á móti barninu, sem var drengur
°g hlaut nafnið: Óli Jón. Heimildarmaður, Björn Ólason, er
sonur þessa óveðursbarns.