Saga - 1982, Qupperneq 168
166
SIGURJÓN SIGTRYGGSSON
Þegar veðrið lægði daginn eftir, var fyrst hægt að sjá eyðilegg-
inguna, eins og hún var í raun — og það gaf á að líta. Öll fjaran,
frá Saltnesi og inn á eyjarenda, var alþakin braki, misjafnlega mikið
brotnum skipsskrokkum, möstrum, rám, seglum, kaðalflækjum
og ýmiss konar farvið, að ógleymdum margbrotnum nótabátum
og flæktum og rifnum nótum. Úti á skipalæginu héngu nokkur
skip, rúin möstrum og reiða og ömurleg útlits. Aðeins eitt skip,
barkskipið ,,Dannebrog,“ lá óskemmt eftir. Þar sem það lá,
fagurt og tignarlegt, með reiða sinn óskemmdan, var eins og það
gerði mastralausu skipsskrokkana í kring ennþá ömurlegri og jók
aðeins óhugnaðinn.
Ef til vill má virða það hinum hjátrúarfullu sjómönnum til vor-
kunnar, að þeir trúðu því að þarna hefðu gerst yfirnáttúrlegir
hlutir. Þeir minntust heiftarorða drykkjubróður síns, og þegar
þeir nú litu yfir skipaflota sinn, að miklu leyti eyðilagðan, fylltust
þeir heiftar- og hefndarhug. Fór þá flokkur Norðmanna og ætlaði
að finna Villa og ganga þannig frá, að hann yrði ekki að frekari
skaða. Vafalaust er, að ef þeir hefðu fundið hann á þessari stundu,
hefði orðið mannskaði. Björn Jörundsson komst að ráðabruggi
Norðmannanna og honum tókst að hafa upp á Villa og koma
honum undan, fyrst út í Ystabæ, en síðan i land.
Enn var galdratrú svo rík á íslandi, að margir munu hafa trúað
því bókstaflega, að Vilhjálmur ætti yfir einhverjum dularöflum
að ráða og hann hefði með þeirra hjálp magnað þetta veður til að
hefna sín á norsku sjómönnunum, sem hann hefði átt grátt að
gjalda. Margir munu hafa óttast hann og þau dulmögn, sem menn
töldu hann hafa á valdi sínu. Þessi trú mun hafa fylgt honum eins
og skuggi langt fram eftir ævi.
Strax og Norðmennirnir höfðu áttað sig ögn á ástandi flotans,
ætluðu þeir að fara að hirða úr brakhaugunum það sem þeir töldu
nýtilegt, en Syðstabæjar-feðgar, Jörundur Jónsson og Björn
Jörundsson, komu í veg fyrir það. Hins vegar sendu þeir strax boð
til Stefáns Thorarensens sýslumanns, sem fljótt kom út í Hrísey,
ásamt Jakob Havsteen konsúl Norðmanna.
Um brakið á fjörum Hríseyjar fór svo, að það sem var greini-
lega merkt einhverju skipi, máttu þeir hirða sjálfir, en meginhlut-