Saga - 1982, Page 169
GJÖRNINGAVEÐRIÐ 1884
167
mn var talið vogrek og því eign Hríseyinga. Þeir voru þó ekki dýr-
seldir á þá hluti sem hægt var að nota til að lagfæra þau skip, sem
enn töldust haffær. Skipin voru flest dregin til Akureyrar og þar
dyttað að þeim, en nokkur voru svo illa farin að þau urðu að bíða
næsta sumars. A uppboðunum kom mjög lítið fram af lausadóti,
aðeins ýmislegt tilheyrandi ,,Adoram,“ samtals 68 númer. Annað
var ekki teljandi.
Skipbrotsmennirnir leituðu skjóls í Norsku húsunum og hreiðr-
uðu þar um sig, vafalaust við lítil þægindi. Það kom i hlut
Havsteens konsúls að annast um heimflutning þeirra. Flestir
þeirra voru sendir heim með d/s ,,Alf“ frá Stafangri, alls 130
uienn. Þar hefur verið þröngt setið. Havsteen gerði skriflegan
samning við skipstjórann um farið. Samkvæmt honum átti að
greiða 2300 krónur í fargjöld fyrir allan hópinn og fæðispeninga
kr. 1,25 á dag fyrir hvern mann. Þetta hefur því verið veruleg upp-
hæð. Reyndar munu þau fjögur gufuskip, sem voru á Eyjafirði,
hafa fengið verulegar upphæðir í sinn hlut fyrir björgunarstarf
sitt og fyrir að draga skipin frá Hrísey til Akureyrar.
Fleiri óhöpp hentu norska flotann þetta ár, og má þó segja að
nóg hafi verið komið. Á heimsiglingunni hrepptu skipin veður
mikil, versti stormurinn geisaði 26. október, en það var lokahrin-
an. Þeir sem þá voru staddir í hafi lentu í miklum örðugleikum og
margir menn fórust. Ekki er þó að sjá að í því veðri hafi neitt skip
fýnst, en af eftirtöldum skipum drukknaði einn maður af hverju:
Galeas ,,Gjermund“, galeas ,,Godö“, galeas ,,Strilen“, jakt
>.Helena,“ jakt ,,Aagot“ og jakt ,,Anna Dorthea,“ sem einnig
kom til hafnar með tvo menn illa slasaða. Þar voru aðeins þrír
verkfærir menn eftir.
Þá gerðist næsta einstæður atburður á ferðinni yfir hafið. Jakt
>.Anna“ frá Kongshavn sigldi út af Mjóafirði 24. október með
Sex manna áhöfn. Tveim dögum síðar skall stormurinn á. Skips-
höfnin erfiðaði við að bjarga seglum og leggja skipinu sem hagan-
legast fyrir vind. Við það féll einn maður fyrir borð og drukknaði.
Orstuttu síðar reið yfir brotsjór og hreif með sér þá fjóra menn