Saga - 1982, Page 171
GJÖRNINGAVEÐRIÐ 1884
169
Irminger, virðist ekki hafa séð ástæðu til að hafa samband við
Norðmenn þar eða bjóðast til að flytja norskum útgerðarmönn-
um nákvæmar fréttir og skýrslur.
Fréttirnar frá „Díönu“ bárust mann frá manni og 27. septem-
ber komu fyrstu orðin um þessa atburði í norsku blaði,
..Karmsundsposten”. Sú fregn hafði þau ein áhrif að vekja ugg
og ótta, en svaraði engum spurningum. Norsk yfirvöld sendu tvö
skeyti til Kaupmannahafnar til að leita frétta. Svar barst 2. októ-
ber, skýrsla skipstjórans á ,,Díönu,“ en hún sagði harla lítið.
Næstu daga var nokkuð rætt um að senda björgunarleiðangur til
Islands, en ekki varð af framkvæmdum. Danski skipstjórinn, O.
Irminger, fékk kaldar kveðjur í norskum blöðum, og ýmsum
hnútum var að honum kastað fyrir óljósan fréttaburð. Það var
ekki fyrr en 13. nóvember, sem hann svaraði þeim ásökunum.
Það hefði verið gaman að rekja öll þessi orðaskipti, en þess er
ekki kostur. Til þess eru heimildir of slitróttar.
Heima í Noregi biðu menn í ofvæni eftir fréttum. Svo virðist að
það hafi ekki verið fyrr en 11. október að nánar fréttir um þessa
atburði hafi komist í norsk blöð. Þann dag skýrir „Stavangeren”
frá tjóninu í aðalatriðum, tölu þeirra skipa sem fórust og fleiru.
Næstur vikur voru svo að berast nýjar og nýjar fréttir um skaða
og manntjón, sem orðið hafði á heimsiglingunni og áður er greint
frá að litlu leyti.
,,Haugesunderen” skýrir frá því 11. nóvember að þá séu komin
20—30 skip frá íslandi eftir mikla erfiðleika, og nær öll aflalaus.
getur blaðið um manntjón og segir frá því, að síðan sildveiðar
Norðmanna hófust í stórum stíl við ísland fyrir sex árum, hafi um
50 sjómenn farist, þar af 12 þetta haust. Þá er enn ókomin fregnin
um þá fimm menn, sem fórust af jakt ,,Anna,“ og áður er sagt
frá.
011 þessi óhöpp, skipatjónið á Eyjafirði og manntjónið á heim-
s>glingunni, ásamt aflaleysi þetta sumar, munu hafa orðið rot-
högg á síldveiðar Norðmanna við ísland. Margir útgerðarmenn
urðu að hætta algjörlega, en aðrir drógu mjög úr sókn á íslands-
uiið. Nokkur skip komu þó á Eyjafjörð sumarið 1885, en þau
öfluðu sárlítið. Trúlega hefur verið óhugur í mönnum að dvelja