Saga - 1982, Page 172
170
SIGURJÓN SIGTRYGGSSON
hér við land langt fram á vetur. Norðmennirnir fóru því snemma
heim, og margir tóku með sér allt sitt dót, jafnvel húsin líka. Þeir
hugðu því ekki á afturkomu. Þegar þeir voru nýfarnir, gekk mikil
síld á Eyjafjörð, en þá voru fáir eftir til að njóta þeirrar bjargar.
Sumarið 1883 öfluðust samtals 103.100 tunnur af síld við
ísland, mest af því á Eyjafirði. Óhappaárið varð veiðin 20.100
tunnur, þar af örfá hundruð á Eyjafirði. Heildarveiðin 1885 var
24.700 tunnur og 1886 aðeins 2900 tunnur. Það máttu heita lokin.
Sáralítið var um síldveiðar Norðmanna við ísland, þar til ný veiði-
tækni kom til sögunnar um aldamótin.
Hver var svo þessi maður, sem í þjóðsögunni er nefndur Villi,
og fékk kenningarnafnið: ,,Galdra-Villi“?
Hann hét fullu nafni Sigfús Vilhjálmur Einarsson, fæddur í
Svartárkoti í Bárðardal 16. september 1863. Foreldrar hans voru
þar ógift vinnuhjú, Einar Guðmundsson bónda á Hallanda,
Guðmundssonar, og Sigríður Þorláksdóttir bónda í Svínadal í
Kelduhverfi, Jónssonar. Einar fór stuttu síðar til Ameríku og ól
þar aldur sinn, en Sigríður gerðist ráðskona í Dagverðartungu í
Hörgárdal og hafði son sinn með sér. Þar ólst hann upp.
Ekki naut Vilhjálmur skólagöngu í æsku, en fór snemma að
vinna fyrir sér. Hann var löngum lausamaður og vann þá ýmis störf
til sjávar og sveita. Hann varð fljótt þekktur að ríkum geðbrigð-
um og þótti þá ekki alltaf aldæla. Því verður ekki lýst betur en
með orðum vinar hans, Björns R. Árnasonar:
,,Snemma munu hafa gert vart við sig sterkar og miklar geðs-
hræringar hjá Vilhjálmi, og var hann um það nokkuð sérstæður,
enda oft og víúa-á orði haft. Varð hann allmikill drykkjumaður
um öndverða ævi sína, sem auðvitað jók örlyndi hans og geðhita.
Voru í því ástandi orð hans einatt fullstöfuð, og þótti sumum sem
kynngi eða dulmagn fylgdi, og kom þar, að hann var nefndur
,,Galdra-Villi.“ Átti hann heldur hreðusamt við svallbræður sína
á þeim árum, og þótti ýmsum sýnt að það myndi eigi vinnast
honum til gæfu eða góðs þokka meðal almennings. . . . Þó er það
víst, að til voru þeir menn, er hann batt vinfengi við, sem entust
alla stund, á meðan hann og þeir lifðu. Enda gerðist Vilhjálmur