Saga - 1982, Page 179
MARKMIÐ SÖGUKENNSLU
177
er að stunda sagnfræði af kappi og alvöru sem háskólagrein. Þá
fyrst sló almennilega í gegn í sagnfræði sú grundvallarhugmynd
að mannleg samfélög væru breytileg fyrirbæri fremur en stöðug.
Jafnframt urðu til viðurkenndar kenningar um sagnfræðilegar
rannsóknaraðferðir, einkum heimildarýni, og háskólakennarar
tileinkuðu sér tækni til að kenna þessar aðferðir, rannsóknaræf-
wgarnar urðu til. Hér ruddi Berlínarháskóli brautina á fyrstu ára-
tugum aldarinnar; stærsti spámaðurinn, Leopold von Ranke, gaf
út sína fyrstu bók árið 1824. Og áður en 19. öldin var á enda var
saga orðin sjálfsögð og mikils metin háskólagrein um öll Vestur-
lönd.1
Um svipað leyti varð saga alþýðueign í skólum. Að vísu var
byrjað að kenna sögu í skólum strax á 16. öld þar sem skólar voru
a annað borð til. Annars ruddi sögukennsla sér fyrst verulega til
fúms í prússneska skólakerfinu á 19. öld, og um leið og alþýðu-
fræðslukerfi breiddist út þaðan um lönd Vestur-Evrópu fylgdi
sagan víðast hvar með sem nauðsynlegur og mikilvægur þáttur.2
Við Islendingar fengum ekki mikið af þessu á 19. öld af því að
hér var ekkert skólakerfi og enginn háskóli. í íslensku latínuskól-
unum virðist byrjað að kenna sögu strax um miðja 18. öld. í til-
skipun um skólana 1743 er mælt fyrir um kennslu i almennri sögu,
Islandssögu, norskri og danskri sögu.3 Er ekki annað að sjá en
Þráðurinn sé óslitinn þaðan til núverandi framhaldsskólakerfis,
en óvíst er að nokkuð hafi kveðið að íslandssögunámi fyrr en eftir
að Ágrip af sögu íslands eftir Þorkel Bjarnason kom út árið
1880.4
Ekki var lögboðið að kenna börnum neina sögu hér á landi fyrr
1 Marwick, Arthur: The Nature of History (London 1970), 25—50,- Conneii-
Smith, Gordon and Howell A. Lloyd: The Relevance of History (London
1972), 21-26.
3 The Encyclopedia of Education. Lee C. Deighton, editor-in-chief. 4 ([ New
York] 1971), 424. - The New Encyclopœdia Britannica in 30 Volumes.
Macropædia 8 (Chicago 1975), 957.
3 Eovsamling for Island 2 (Kbh. 1853), 455—56.
^ Saga íslendinga 7. Tímabilið 1770—1830. Upplýsingaröld. Samið hefir Þorkell
Jóhannesson (Rv. 1950), 381. - Saga Reykjavíkurskóla 1. Nám og nemend-
ur- Ritstjóri Heimir Þorleifsson (Rv. 1975), 172—80.