Saga - 1982, Blaðsíða 180
178
GUNNAR KARLSSON
en í fræðslulögunum 1907. Þegar barnaskólar fóru að koma upp
hér á síðari hluta 19. aldar var þó víða tekin inn sögukennsla.
Elsta skipulega heimildin um betta er skýrsla Guðmundar Finn-
bogasonar um barnafræðslu veturinn 1903—04. Þá nutu 6210
börn og unglingar kennslu sem sérstakur kennari var ráðinn til að
annast, flest 7—14 ára, en nokkur yngri og eldri. Það var tæplega
helmingur barna og unglinga á þessum aldri. Þar af lærðu 553,
eða tæp 9%, sögu. Algengast var að nemendur lærðu einungis Is-
landssögu, og þó var mannkynssögukennsla til.5 Athugunarlaust
geta þessar tölur verið villandi; ætla má að talsverður hluti þeirra
nemenda sem ekki lærðu sögu þennan vetur hafi haft hana ein-
hvern tíma fyrr eða síðar á námsferli sínum.
í fræðslulögunum 1907 eru gerðar heldur hógværar kröfur um
sögunám. Hvert 14 ára barn skal „vita nokkuð um merkustu
menn vora, einkum þá, er lifað hafa á síðustu öldum . . .“6 Þetta
ákvæði gefur þó litla hugmynd um skoðanir skólamanna á gildi
sögunáms. Aðalhöfundur fræðslulaganna, Guðmundur Finn-
bogason, setti fram hugmyndir sínar um það árið 1903. Hér er
lítið sýnishorn:7
Alt sem er, lifir og hrærist á sér rætur í skauti liðins tíma.
Til þess að skilja nútímann, skilja sjálfan sig og þann heim
sem maður lifir í, er því nauðsynlegt að sjá út yfir takmörk
líðandi stundar. Til þess að skilja og meta rétt þjóð sína,
einkenni hennar, kosti og lesti, verður maður að þekkja æfi-
feril hennar, sögu hennar, vita hvernig hún hefur reynst á
umliðnum öldum og til þessarar stundar, í viðureigninni við
aðrar þjóðir, í baráttunni við náttúruöflin. Hugarþel vort til
annara manna, traust vort á þeim eða vantraust, byggist að
jafnaði á þeirri reynslu er vér sjálfir höfum af þeim haft,
eða þvi sem vér höfum heyrt um þá af öðrum. Á líkan hátt
byggjast vonir vorar um framtíð þjóðarinnar, ástin á henni,
5 Guðmundur Finnbogason: Skýrsla um frœðslu barna og unglinga veturinn
1903—1904 (Rv. 1905), 14—15, 39, 56.
6 Stjórnartíðindi fyrir ísland 1907 (Kh. [1907]), 380.
7 Guðmundur Finnbogason: Lýðmentun. Hugleiðingar og tillögur (Ak. 1903),