Saga - 1982, Page 184
182
GUNNAR KARLSSON
hugmyndaflugi, vilja, tilfinningum. Sagan var því ekki sniðin til
þess eins að gera fólk undirgefið borgaralegu ríkisvaldi heldur líka
vakandi, áhugasamt og virkt í borgaralegu þjóðfélagi. Kennsluað-
ferðin átti í samræmi við þetta að vera lifandi, áhugavekjandi frá-
sögn. Oft var leitast við að velja til kennslu eitthvað sem sagði frá
baráttu milli góðs og ills, þar sem nemendur gátu tekið tilfinn-
ingaafstöðu með þeim góðu og móti þeim vondu. Auðvitað var
einfaldast að búa til gott kennsluefni með því að sjá söguna sem
baráttu milli góðra einstaklinga af eigin þjóð og vondra af út-
lendri þjóð. Þannig mátti láta allt njóta sín í senn, þjóðernis-
hyggju, einstaklingsdýrkun og vekjandi frásögn.
Þýski uppeldisfræðingurinn Wolfgang Klafki kallar þessa hefð
klassíska sögukennslu.1 Það er ekki alls kostar heppilegt nafn af
því að hætt er við að það veki hugmyndir um of eindregin tengsl
við klassíska fornöld, menningu Grikkja og Rómverja. (Sögu-
kennarar og kennslubókahöfundar fundu þar margt klassiskt, en
þeir fundu það viðar.) Því kýs ég að kalla þetta vekjandi sögu.
Rétt er að taka fram að vekjandi sögukennsla spratt ekki upp í
plægðum og ógrónum akri. Það var til eldri lærdómshefð, líklega
runnin frá latínuskólunum, þar sem aðaláhersla var lögð á þekk-
ingu, og hún hefur að einhverju leyti komist inn í alþýðufræðsl-
una í upphafi. Þetta sjáum við t.d. á því hvernig Guðmundur
Finnbogason barðist fyrir vakningu i sögukennslunni. Sú saga
sem hefur menntandi áhrif, segir hann í Lýðmenntun, er2
ekki hinar þurru, andlausu beinagrindur, sem löngum er
skrölt með í skólunum, söguyfirlitin, ártalaþulurnar,
kongaraðirnar, nafnaskrárnar — markaskrárnar, liggur
mér við að segja, því þeim eru slíkar bækur líkastar. En eins
og markaskrár hafa aðeins gildi fyrir þá sem þurfa að draga
í sundur lifandi fé, þannig hafa söguágripin aðeins gildi
fyrir þá sem þekkja söguna sjálfa; þau geta hjálpað til að
rifja upp sögu sem maður hefur kunnað, en kent hana geta
þau ekki. Sá sem les yfirlitið eitt getur með engu móti fengið
1 Sv. Sodring Jensen: Historieundervisningsteori (Kbh. 1978), 67—73.
2 Guðmundur Finnbogason: Lýðmentun, 65—66.