Saga - 1982, Page 188
186
GUNNAR KARLSSON
síðustu útgáfu bókarinnar). Þessi þjóðernishyggja gegnsýrir alla
bókina. Eins og Loftur Guttormsson hefur sagt, með henni fékk
„islandsk nationalisme . . . sin historiske katekismus.“5 Þjóð-
veldisöldinni er lýst með aðdáun. Síðan kemur löng saga sem segir
aftur og aftur frá átökum milli góðra íslendinga og vondra út-
lendinga. Þar eigast við íslenskir höfðingjar og Jón biskup Gerr-
eksson með sveinum sínum, Jón Arason og sendimenn Danakon-
ungs, Oddur biskup Einarsson og Herluf Daa, Vestmannaeyingar
og Tyrkir, Árni Oddsson og Henrik Bjelke, Skúli Magnússon og
einokunarkaupmenn, Jón Eiriksson og honum óvitrari menn í
dönskum stjórnarskrifstofum, Jón Sigurðsson og danskir stjórn-
málamenn. Loks undir lokin tekur að rofa til á ný:6
Stjórnarskráin 1874 var ávöxturinn af æfilangri baráttu og
sjálfsfórn Jóns Sigurðssonar og með henni hófst nýtt tíma-
bil í sögu íslendinga. Þá var landið í kaldakoli eftir margra
alda kúgun og misvitra stjórn Dana. En síðan íslendingar
fengu hönd í bagga með stjórn landsins hefir þjóðin tekið
meiri framförum á einum mannsaldri en á öllum þeim öld-
um samanlögðum, sem erlendir menn höfðu stýrt þjóð-
málaefnum íslendinga.
Síðan fer höfundur i fáum orðum yfir helstu framfaraspor íslend-
inga næstliðna áratugi og lýkur bókinni með þessum orðum:7
„Bendir margt til að íslenska þjóðin eigi ennþá óskaddaðan lífs-
þrótt sinn, þrátt fyrir allar þær hörmungar, sem yfir hana hafa
gengið, síðan vélræði Hákonar gamla og þrákelkni Guðmundar
góða feldu máttarstoðir þjóðveldisins forna.“
Þannig lýtur bókin reglum góðrar spenningssögu. Fyrst er allt
með felldu á yfirborðinu, síðan kemur langur tími átaka, en að
lokum fer allt vel.
5 Loftur Guttormsson: „Historieundervisning og nationalistisk ideologi. Et
eksempel fra den islandske folkeskoles förste úd.",,Aktuellt för histori-
elararen 1977: 3—4, 35.
6 Jónas Jónsson: Islandssaga handa börnum. Síðara hefti (Rv. 1916), 108-
- Þessi lokakafli er ekki í síðustu útgáfu bókarinnar.
7 Jónas Jónsson: íslandssaga 2 (1916), 109.