Saga - 1982, Page 190
188
GUNNAR KARLSSON
Síðan koma fyrstu íslensku biskuparnir til sögunnar, og þar er
Gissur ísleifsson maður höfundar:10
Settist nú Gissur að í Skálholti og tók tign og virðingu mikla
svo að hver vildi sitja og standa, sem hann bauð. Var svo
kallað að Gissur væri bæði konungur og biskup yfir land-
inu, meðan hann lifði. Þá var friður góður í landinu og deil-
ur nær því engar með höfðingjum, því að biskup bar ægis-
hjálm yfir þá, og leið engum að hafa í frammi ofsa eða
ójöfnuð. Gissur sá að kirkjan þurfti að hafa miklar fastar
tekjur, svo að starfsmenn hennar væru óháðir öllu verald-
legu valdi. Hann reisti mikla kirkju í Skálholti og gaf síðan
kirkjunni jörðina og mikið annað fé í fasteignum og laus-
um aurum. Kvað hann svo á, að þar skyldi ávalt vera bisk-
upsstóll, meðan ísland bygðist og kristni héldist í landinu.
Þá var sá siður kominn á suður í löndum, þar sem kristm
var rótgróin, að allir menn, sem nokkrar eignir áttu, guldu
árlega skatt til kirkjulegra þarfa, og var það kölluð tíund. A
Norðurlöndum gekk víða illa að koma á skatti þessum, og
stóðu um hann langvinnar deilur. En með yfirburða skör-
ungsskap tókst Gissuri að fá íslendinga til að játast undir
tíundargjaldið möglunarlaust.
Þessi fögnuður yfir afrekum Gissurar stafar ekki af dálæti höf-
undar á kaþólsku kirkjunni. Henni lýsir hann svo að kenningar
Krists hafi „gruggast eins og fjallalækur, sem seytlar gegn um
leirmýri, litast af grimd og fávisku hálfviltra þjóða eins og sólar-
geisli, sem fellur gegnum litað gler. Kristnin var orðin að hálf-
andlegu og hálf-veraldlegu félagi, kaþólsku kirkjunni. . . “* 1 11 Nei,
Jónas sér í Gissuri ísleifssyni áhrifamikinn stjórnmálamann sem
byggir upp sterkt ríkisvald.
Jónas áttar sig alveg á því að einstaklingsfrelsi og regla eru að
10 Jónas Jónsson: íslandssaga 1 (1915), 90. - Sbr. Jónas Jónsson: íslands saga
1 (1966), 107—08.
11 Jónas Jónsson: íslandssaga 1 (1915), 86. - Sbr. Jónas Jónsson: íslands saga
1 (1966), 103.