Saga - 1982, Síða 192
GUNNAR KARLSSON
legra starfa. En verði þeir til að deyfa áhuga barnanna og
lama þau, eru þeir minna en til einkis gagns. En einmitt
þetta hefir allvíða þótt brenna við hér á landi og fremur en
erlendis, þar sem kenslumálin eru komin í betra horf.
Menn þykjast vissir um, þeir sem helst þekkja til, að
kenslubækur þær, sem notaðar hafa verið hér á landi, t.d.
Kverið, og ýms ,,ágrip“ í sögu, landafræði, náttúrufræði
o.s.frv. eigi allmikinn þátt í mistökum, sem orðið hafa víða
á starfi barnaskólanna. Öll ,,ágrip“ af þessu tægi eiga sam-
merkt í því, að þau eru ekki sniðin eftir barnseðlinu. Þau
eru stuttur ritháttur úr fræðibókum, sem gerðar hafa verið
handa fullorðnum mönnum, jafnvel handa sérfræðingum.
Þessar bækur eru eins konar beinagrind, þar sem vantar
hold og líf. Nöfn á mönnum, dýrum, tímabilum og atburð-
um og annað ekki. Hver einstök mynd verður með þessu
móti svo lítil, að varla festir auga á. Og öll yfirlit og kerfi
eru eitur í beinum barna. Að vísu má reka þennan fróðleik
inn í börnin með hamri.endurtekningar og utanbókarlær-
dóms, en eftir stutta stund er alt gleymt eða því sem nær,
lítið eftir nema óbeitin sem slíkt nám hefir vakið.
Annar ókostur ágripanna er, að þau eru of stutt handa
barnaskólunum. Verður það til þess að þau eru marglesin,
stundum að barnið fer 5—6 sinnum gegnum sömu bókina,
og þykir hún æ leiðari við hvern lestur. Er þá síst að undra,
þótt svo fari að börnin verða fegin þeirri stund, er þau kom-
ast úr skóla og þurfa aldrei að opna bók framar. Þegar svo
er komið, er ávöxtur skólaverunnar sljófguð börn, með
þekkingarhrafli, sem er að gleymast, og rótgróinni óbeit a
að lesa eða læra meira.
Svona má ekki ganga til lengdar. Og Barnabiblían,
Landafræði K.F. og þessi íslandssaga eru spor i áttina, til-
raunir sem miða að því að laga kenslubækurnar eftir eðh
barna. Tilgangurinn sá að vekja lestrarlöngunina og fróð-
leiksfýsnina, löngun til sjálfstæðrar vinnu og sjálfhjálpar.