Saga - 1982, Page 197
MARKMIÐ SÖGUKENNSLU
195
arar hafi hætt að nota bókina til að innræta anda Jónasar, þeir
hafi tekið að vinna gegn henni. Við það bætist að bókin hefur
orðið æ fjarlægari hugmyndaheimi barna. Þannig hafa þau mörg
hver ekki séð í henni annað er dauðar staðreyndir — og það vafa-
samar í þokkabót.
En hlutgervinguna má einnig greina í kennslubókum sem hafa
komið út til notkunar með bók Jónasar eða í staðinn fyrir hana.
Tvær bækur hafa einkum komist inn í skólana að einhverju ráði.
Onnur er eftir Þorstein M. Jónsson, íslandssaga 1874—1944,
fyrst gefin út 1958, síðan önnur útgáfa aukin 1963. Hún tekur við
af bók Jónasar í tíma og hefur því verið ætluð til kennslu sam-
hliða henni. Hin er eftir Þórleif Bjarnason, íslandssaga, fyrst gef-
in út 1966, og tekur yfir um það bil sama tímabil og bók Jónasar,
frá upphafi íslandsbyggðar fram um 1874.
Bók Þorsteins M. Jónssonar er nýstárleg að því leyti að vondu
dönsku karlarnir eru horfnir. Því veldur auðvitað að nokkru að
bókin fjallar mest um timann eftir lok sjálfstæðisbaráttu, en að
nokkru mun hér ráða ásetningur höfundar. Þegar hann hefur sagt
frá sambandslagasáttmálanum 1918 bætir hann við:2
Að samningagerðinni lokinni héldu dönsku nefndarmenn-
irnir heim á leið. Þeir höfðu lokið því verki, er þeim hafði
verið falið, og koma þeirra til íslands og samningarnir, er
þeir gerðu við íslendinga, urðu til þess, að kali og óvild ís-
lendinga í garð Dana hvarf eins og snjór fyrir sólu.
Ekki fer hjá því að þessi hæpna staðhæfing sé að einhverju leyti
stefnuyfirlýsing Þorsteins. Þannig vill hann sjá söguna. í stað bar-
áttu og þrauta verður þjóðarsaga íslendinga ein sigurhátíð sæl og
hlíð. Tákn þess eru frásagnirnar af þjóðhátíðum íslendinga. í
bessari knöppu bók, sem er líklega eitthvað nálægt 1500 línur, fá
Þjóðhátíðin 1874, hátíðahöld 1. desember 1918, alþingishátíðin
1930 og lýðveldishátíðin 1944 samtals 80 línur eða rúmlega 5%
hókarinnar.3 Til samanburðar má nefna að sjávarútvegur fær um
2 Þorsteinn M. Jónsson: íslandssaga 1874—1944. Önnur útgáfa, aukin (Rv.
[1963]), 48.
3 Þorsteinn M. Jónsson: íslandssaga, 7—8, 50, 54—55, 66—68.