Saga - 1982, Page 198
196
GUNNAR KARLSSON
120 línur ef allt er talið, líka æviágrip útgerðarmanna og fiski-
fræðinga. Gervöll stéttarfélagahreyfingin fær 10 línur.4 Og jafn-
vel þegar þjóðin er ekki í sparifctunum í bók Þorsteins er hún við
þá ánægjulegu iðju að sækja fram, byggja upp, breyta og bæta.
Það liggur í loftinu að þessi framfarasókn er afleiðing af stjórn-
frelsi, enda tengir Þorsteinn þetta tvennt saman á einfaldan hátt í
eftirmála:5 „Fram að 1874 var þjóðlif íslendinga fábreytilegt. I
atvinnuháttum var það enn miðaldaþjóðfélag. Á landshöfðingja-
tímabilinu var hægfara þróun, en þegar yfirstjórn sérmálanna var
flutt inn í landið, vaknaði þjóðin til fulls.“ Bók Þorsteins fellur
þannig vel að bók Jónasar, hún er útmálun á því sem Jónas rétt
tæpir á í lokakafla frumútgáfunnar af bók sinni, hamingjutíman-
um þegar erfiðleikar sögunnar eru afstaðnir. Bókin er þjóðernis-
sinnuð án þess að þjóðernisstefna hennar skapi nokkur átök eða
spennu.
Þorsteinn tekur líka eftir Jónasi einstaklingshyggju og stjórn-
dýrkun. Lengst af er þessum viðhorfum slegið saman á þann ein-
falda hátt að rekja söguna með því að nafngreina einstaka dygga
og framtakssama þjóna ríkisins og segja hvað þeir afrekuðu:6
Landbúnaður. Sigurður Sigurðsson, er lengi hafði verið
búnaðarskólastjóri á Hólum, var framkvæmdastjóri Bún-
aðarfélags íslands 1923—1935. Hann fékk innfluttar stór-
virkar vélar til jarðvinnslu. Hann kom því til leiðar, að
Alþingi samþykkti ný jarðræktarlög. Samkvæmt þeim veitti
ríkið mikla styrki til jarðræktar og alls konar landbúnaðar-
framkvæmda. Flest tún, er áður voru þýfð, voru sléttuð.
Um 1940 var töðufengur bænda margfalt meiri en um alda-
mót. Þá var og kartöflurækt aukin til muna. Reist voru
gróðurhús, búpeningur kynbættur, stofnuð mjólkurfélög,
alifuglarækt aukin og loðdýrarækt hafin.
Þetta dæmi er valið af handahófi og mætti taka margt fleira.
4 Þorsteinn M. Jónsson: íslandssaga, 24—25, 27—29, 37—39, 58—59,
76—77; 73.
5 Þorsteinn M. Jónsson: íslandssaga, 93.
6 Þorsteinn M. Jónsson: íslandssaga, 56—57.