Saga - 1982, Page 200
198
GUNNAR KARLSSON
gerving sögunnar. Og dæmið er fróðlegt af því að Þorsteinn er
sagður hafa verið afburða líflegur sögukennari. Við sjáum því að
sögukennslubækur eru ekki líflausar af því að höfundarnir séu
leiðinlegir heldur af því að hefðin hefur leitt kennslugreinina í
ógöngur.
íslandssaga Þórleifs Bjarnasonar er líka forvitnileg til saman-
burðar við bók Jónasar. Efnisval og efnisröð eru svo lík í bókun-
um að það mætti gefa þær út í einni bók og prenta texta Jónasar
öðrum megin í opnu en texta Þórleifs hinum megin, án þess að
raska efnisröð verulega. Það yrðu að vísu nokkrar eyður, einkum
á síðum Þórleifs af því að bók hans mun vera um fimmtungi
styttri.
Þórleifur hefur líka mjög svipað álit á sögupersónum og Jónas.
Jón Gerreksson er „einna illræmdastur erlendra ævintýra-
biskupa, sem hér sátu.“9 Átök Odds Einarssonar og Árna sonar
hans við Herluf Daa eru rakin og endað á orðunum: ,,Óx frami
þeirra feðga af þessu máli.“10 Árni Oddsson er líka tárfellandi í
Kópavogi 1662: ,,Alla sína lögmannstíð hafði hann varið réttindi
landsmanna gegn konungsvaldinu. Og enn var hann á verði.“* 11
Viðureign Skúla Magnússonar við einokunarkaupmenn er á sín-
um stað: ,,Öll ævi hans mátti heita barátta gegn þeim.“12 Um Jón
Sigurðsson er auðvitað fjallað rækilega, eftir því sem gerist í svo
stuttri bók, og dómurinn er eindreginn: „Enginn skynjaði og
skildi betur sögu þjóðarinnar en hann eða vissi betur um rétt
hennar, eiginleika og arf.“13
Einstaklingshyggja Jónasar hefur náð að móta bók Þórleifs,
þótt hann væri starfandi í félögum Alþýðuflokksins um langa
hríð. Hann á t.d. örlitla fallega einkunn til handa þeim íslending-
um sem hófu sjálfstæðan atvinnurekstur í verslun og útgerð:14
„Um aldamótin 1800 voru hér tveir islenzkir kaupmenn, Ólafur
9 Þórleifur Bjarnason: íslandssaga. Fyrra hefti (Rv. [1970]), 104.
10 Þórleifur Bjarnason: íslandssaga. Síðari hefti (Rv. [1971]), 6.
11 Þórleifur Bjarnason: íslandssaga 2, 9.
12 Þórleifur Bjarnason: íslandssaga 2, 26.
13 Þórleifur Bjarnason: íslandssaga 2, 68.
14 Þórleifur Bjarnason: íslandssaga 2, 65.