Saga - 1982, Blaðsíða 202
200
GUNNAR KARLSSON
anna þar og til írlands. Þaðan herjuðu þeir á Noreg og
gerðu þar mikinn usla. Sá Haraldur konungur sér ekki
annað fært en fara i herferð gegn víkingunum vestur um
haf. Fluttust þá ýmsir þeirra til íslands og námu hér land.
Hjá Jónasi var það ótvíræð staðreynd að landnámsmenn hrökt-
ust úr Noregi undan sköttum. Hjá Þórleifi gufar þetta upp í
fræðimannlegri varfærni. Nemendur fá að vita það eitt að það sé
ekki vitað hvort Haraldur skattlagði forfeður þeirra í 30. lið.
Getur nokkur ætlast til að börnum þyki það merkileg vitneskja?
Það eina sem Þórleifur dirfist að fullyrða er að konungur kom
>,nýrri skipan á stjórn“ landsins, og það skilur vitanlega ekkert
barn. Þá sleppir Þórleifur auðvitað þeirri glannalegu staðhæfingu
Jónasar að íslendingar hafi orðið kjarkmikil og óstýrilát þjóð af
því hvernig landnámið bar að, en þarmeð er klausan öll orðin að
næsta marklitlum fróðleik.
Þetta er að mörgu leyti dæmigert fyrir efnismeðferð Þórleifs.
Hann stingur inn miklu af varnöglum um áreiðanleik í anda vís-
indalegrar sögu, án þess þó að nemendur fái nokkurt tækifæri til
að spreyta sig á að meta gildi ótraustra eða andstæðra heimilda.19
íslandssaga hans er víðast eins og bragðdauf uppsuða af bók
Jónasar. Spennan er horfin. Samsvarandi litríkri lýsingu Jónasar
á söguöldinni (bls. 189 hér að framan) er t.d. þessi klausa um
íslendingasögur:20
íslendingasögurnar segja frá miklum atburðum, vígaferlum
og deilum, ofstopamönnum og friðsömum mönnum, spek-
ingum og skáldum, drengskaparmönnum og vandræða-
mönnum. Þær segja bæði frá sorglegum atburðum og
skemmtilegum.
Þetta er saga orðin að staðreyndasafni, dæmigerð hlutgerving.
Bók Þórleifs Bjarnasonar varð tímaskekkja álíka fjótt og bók
19 Sjá t.d. Þórleifur Bjarnason: íslandssaga 1, 7—8, 21, 47, 53, 65, 71, 77, 82,
92, 100, 105, 115; 2, 5—6, 9, 13, 21.
20 Þórleifur Bjarnason: íslandssaga 1, 22.