Saga - 1982, Page 207
MARKMIÐ SÖGUKENNSLU
205
túlka (texta, línurit, myndir, kort), að beita hugtökum við nýjar
aðstæður. Aðrir hæfileikar sem Gunning fjallar um fara meira út
fyrir hugtakanotkun; að segja fyrir um þróun út frá gefnum for-
sendum, að meta og leggja dóm á þjóðfélagsfyrirbæri, að skipu-
*eggja texta og að alhæfa út frá einstökum atriðum.
Gunning bendir á að ungmenni þurfi að jafnaði miklu meiri
újálp til að skilja hugtök sögubókanna almennilega en flesta
gruni. Nú eru mörg hugtök að vísu erfiðari á ensku en íslensku.
^að er ekkert ósennilegt við eitt dæma hans að skólanemar skýri
hugtakið ,,conscription“ sem „Men in the Army“.5 En íslenskir
unglingar ættu auðveldara með hugtakið ,,herskyldu“. Samt höf-
um við örugglega ástæðu til að veita þessu athygli. Eitt dæma
Gunnings ætti t.d. að vera sambærilegt á íslensku og ensku. Hann
Segir að hópur sögunema hafi verið spurður hvað „left wing”
nterkti. Um það bil helmingur hélt að það væru þeir sem væru á
ntóti ríkisstjórninni á hverjum tíma, tveir eða þrír viðurkenndu að
beir hefðu enga hugmynd um það. Höfundur býður lesendum að
giska á aldur hópsins og upplýsir svo nokkrum blaðsíðum seinna
að þeir hafi verið á öðru ári i háskóla, að meðaltali tvítugir.6
Gunning gerir ráð fyrir að nemendur vinni mikið með efni sitt
°g segir að kennari eigi aldrei að segja nemendum undir 18 ára
aldri að lesa texta nema taka jafnframt fram hvað þeir eigi að gera
við hann.7 Kennsluaðferðin er að miklu leyti örsmá verkefni. Um-
°rðunarhæfni má t.d. þjálfa með því að leggja fyrir nemendur
lölur um baðmullarframleiðslu á ákveðnu tímabili og biðja þá að
sýna þróunina með línuriti. Túlkun má þjálfa með því að láta lesa
heimildartexta og spyrja svo: Hver er skoðun höfundar á atburð-
'num? Hvers vegna taldi höfundur að hann hefði gerst? Beitingu
hugtaka mætti kenna á sama texta með því að spyrja annarra
sPurninga: Er þetta áróður? Eru mennirnir sem textinn fjallar um
atvinnurekendur?8 Lika má nota umræður, glósugerð og ritgerða-
v'nnu á margvíslegan hátt til þess að þjálfa þá hæfileika sem
5 Gunning: The Teaching of History, 31.
® Gunning: The Teaching of History, 30, 33.
^ Gunning: The Teaching of History, 153.
® Gunning: The Teaching of History, 38, 49—50, 64.