Saga - 1982, Page 211
MARKMIÐ SÖGUKENNSLU
209
rúm fyrir verkefnavinnu, enda birtir hann langan lista fyrirlestrar-
eða ritgerðarefna með tilvísunum til heimildarita.5 Auk þessa veit
eg að einstakir kennarar eru sífellt að vinna með nýstárlegt efni af
ýmsu tagi, en ekkert af þvi hefur náð á opinberan markað enn svo
að ég viti.
Fyrir grunnskólana hefur starfshópur um samfélagsfræði á veg-
Ura skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins verið að
vinna að stórum róttækari og metnaðarfyllri endurnýjun náms-
efnis.6 Kennslufræði hans svipar um margt til þeirrar stefnu sem
bók Dennis Gunning var tekin til dæmis um hér að framan. Nám-
skipunin er reist á lykilhugtökum: umhverfi, margbreytileiki,
breytingar á umhverfi, þarfir, hefð, hlutverk, o.s.frv. Þessi hug-
tök eru ekki hluti af námsefni (börnum er ekki ætlað að læra að
skilgreina þau), en á þeim eru reistar meginhugmyndir námsins,
t-d.: Landfrœðilegt umhverfi hefur áhrif á lifnaðarhætti manna.
Námsefni er síðan sniðið að því að láta nemendur finna þessar
uteginhugmyndir sjálfa í vinnu sinni. Framangreind meginhug-
tttynd er t.d. kennd á 3. námsári með því að athuga líf eskimóa,
^ansana, íslenskra strandbúa og íslenskra sveitamanna. Námið er
jafnframt skilgreint eftir markmiðum, sem er skipt í þrjá megin-
^okka: 1. Kunnáttu- og skilningsmarkmið; 2. Viðhorfamarkmið;
3- Leiknimarkmið. Meðal kunnáttu- og skilningsmarkmiða er að
mynda og nota hugtök, að setja fram tilgátur og greina orsaka-
Samhengi. Fer þá að verða augljós skyldleikinn við aðferð Dennis
Gunning.
Skólarannsóknadeild hefur gefið út talsvert af sögulegu efni i
túraunaskyni, en eina bókin sem hefur dreifst að marki út í skól-
ana þegar þetta er skrifað er Kjör fólks á fyrri öldum eftir Hauk
Sigurðsson, ætluð fyrir sjöunda námsár.7 Þar er fjallað um eign-
arhald og stéttaskiptingu, atvinnu og verkaskiptingu, húsakynni
5 Ólafur R. Einarsson: Frá landnámi, 93—99.
Menntamálaráðuneytið, skólarannsóknadeild: Aðalnámskrá grunnskóla.
Samfélagsfrœði (Rv. 1977).
^ Haukur Sigurðsson: Kjör fólks á fyrri öldum. Samfélagsfrceði 7. námsár.
T'lraunaútgáfa (Rv. [1979]). - Haukur Sigurðsson: Kjörfólks áfyrri öldum.
Kennsluleiðbeiningar. Tilraunaútgáfa (Rv. [1979]).