Saga - 1982, Page 225
EINAR MÁR JÓNSSON
Nýjar stefnur í franskri sagnfræði
/.
Fyrir nokkru fóru franskir blaðamenn og gagnrýnendur að
flokka ýmsa sagnfræðinga, sem athygli hafa vakið á síðustu ár-
um, í einn flokk og kalla vinnubrögð þeirra og aðferðir „nýju
sagnfræðina.“ Þar sem þessi stefna í franskri sagnfræði er nú i
rauninni hálfrar aldar gömul, er þetta vitanlega rangnefni, og
stafar nafngiftin einungis af þeim sið Frakka um þessar mundir að
nota lýsingarorðið ,,nýr“ um öll þau tízkufyrirbæri, sem koma
UPP í landinu. í frönskum menntaheimi nú er þannig gjarnan
talað um ,,nýja heimspeki“, ,,nýja hægri stefnu“, „nýja blaða-
rnennsku“ og fleira í þeim dúr. Þótt nafnið sé óheppilegt — ekki
s>zt vegna þess að það gæti orðið til þess að menn rugluðu þessari
baulhugsuðu og rótgrónu sagnfræðistefnu saman við innihalds-
^ausar tízkubólur eins og hina svokölluðu „nýju heimspeki“ —
^efur það nú þegar unnið sér þegnrétt í málinu svo að varla verður
hjá því komizt að nota það.
Segja má að á þessu ári sé „nýja franska sagnfræðin“ rúmlega
fimmtíu ára, því að sú hreyfing, sem hún er sprottin af, hófst árið
1929, þegar tveir ungir sagnfræðingar, sem störfuðu þá við há-
skólann í Strassburg, Lucien Febvre og Marc Bloch, stofnuðu
trrnarit sem nefndist Annálar í þeim tilgangi að berjast fyrir nýjum
vinnubrögðum í sagnfræði. Háskólakennararnir tveir voru mjög
andvígir þeirri atburðasögu sem þá tíðkaðist og fjallaði mest um
bardaga og aðra stjórnmálaviðburði af ýmsu tagi, og vildu þeir
^*eita aðferðum landafræði, þjóðfélagsfræði, hagfræði og ann-
arra slíkra fræðigreina til að rannsaka þjóðfélagshætti á fyrri tíð.
Litu þeir svo á að saga ætti ekki að vera frásögn heldur væri hún