Saga - 1982, Page 226
224
EINAR MÁR JÓNSSON
félagsvísindi, sem væri að því leyti frábrugðin öðrum slíkum vís-
indum að hún fjallaði um þjóðfélagið í rás tímans.
í byrjun kom tímaritið Annálar út í Strassburg, en var svo
snemma flutt til Parísar, þar sem stofnendurnir fóru að starfa við
æðstu menntastofnanir landsins, og þá myndaðist um það hópur
manna, sem aðhylltust skoðanir Lucien Febvre og Marc Bloch, og
hefur stefna þessara manna yfirleitt verið nefnd eftir tímaritinu og
kölluð Annála-hreyfingin. Fram að heimsstyrjöldinni stýrðu
stofnendurnir tímaritinu í sameiningu, en á hernámsárunum gekk
Marc Bloch í andspyrnuhreyfinguna gegn Þjóðverjum og lét lifið
fyrir aldur fram. Lucien Febvre var því einn ritstjóri Annála að
styrjöldinni lokinni, en þá hafði hreyfingunni vaxið svo fiskur uffl
hrygg, að árið 1946 var stofnuð sérstök deild innan háskólastofn-
unarinnar Ecole pratique des hautes études, þar sem unnið var að
sagnfræðirannsóknum í anda hennar, og var tímaritið Annálarþá
tengt við þá deild. Þegar Lucien Febvre lézt 1956, tók lærisveinn
hans Fernand Braudel við ritstjórn tímaritsins og annaðist hana til
1968, þegar hann lét af störfum. Þá tók Jacques Le Goff við
stjórn tímaritsins, og má segja að hann sé nú helzti forsprakki
þeirrar hreyfingar sem myndazt hefur umhverfis Annála, þótt
hann hafi haft meiri áhrif með kennslu sinni og verkefnastjórn en
ritverkum sínum.
Á undanförnum áratugum hefur Annála-hreyfingin haft gífur-
leg áhrif bæði á sagnfræði og ýmis þjóðfélagsvisindi og oft verið
talin ein merkasta stefnan í sagnfræði 20. aldar. í Frakklandi
sjálfu hefur hún einnig mótað hugsun og vinnubrögð sagnfræð-
inga sem teljast annars ekki til hreyfingarinnar og eru stundum á
öndverðum meið við hana að einhverju leyti. Ýmsir þeirra hafa þó
nána samvinnu við Jacques Le Goff, og árið 1975 gaf hann út rit-
gerðasafn í þremur bindum bæði eftir menn, sem eru í Annála-
hreyfingunni, og aðra sem standa utan hennar, til þess að gefa al-
menningi yfirlit um helztu nýjungar í franskri sagnfræði. Svo vildi
til að um það leyti, sem ritgerðasafnið kom út, voru almennir les-
endur í Frakklandi í fyrsta skipti farnir að veita verkum þessara
manna athygli, og öllum að óvörum komust ýmis rit þeirra ofar-<-
lega á lista metsölubóka og vöktu mikið umtal, þótt engan veginn