Saga - 1982, Page 230
228
EINAR MÁR JÓNSSON
einstakt í sinni röð og óafturkræft, og orð manns eða gerðir á einu
augnabliki geta haft víðtækar afleiðingar, sem ekki verður síðan
breytt — þau geta t.d. ráðið því í hvorri vistinni maðurinn lendir
eftir dauðann. Af þessu leiðir að hin gamla hugmynd um söguna
sem e.k. safn af dæmisögum og fordæmum varð að víkja úr sessi.
Hún hvarf þó ekki alveg, enda má segja að áhrifa hennar gæti enn
í dag, en hún háfði ekki lengur sömu stöðu í hugmyndaheiminum
og áður: það voru fyrst og fremst heilagra manna sögur, sem voru
skrifaðar samkvæmt þessari hugmynd, og dæmisögur þeirra voru
ekki almenns eðlis heldur ætlaðar mönnum til uppbyggingar á
mjög þröngu og ákveðnu sviði. En eftir því sem áhrif hinnar
gömlu hugmyndar um söguna sem fordæmi minnkuðu, fengu
menn í staðinn næmari tilfinningu fyrir því sem var einstakt við
hvern atburð sögunnar, því sem greindi hann frá öllum öðrum at-
burðum fyrr eða síðar, og því sem var óafturkræft í honum,
þ.e.a.s. þeim breytingum sem eitt augnablik gat valdið í líf’
einstaklinga eða þjóða. Þannig glæddist tilfinningin bæði fyrir
dramatísku eðli sögunnar og fyrir samhengi hennar. En jafnframt
hækkaði sagnfræðin mjög i sessi og hún varð nú í fyrsta skipti að
einhvers konar vísindum. Þegar farið var að líta á veraldarsöguna
sem söguna um endurlausn mannkynsins, var nefnilega augljóst
að sá sem tók sér fyrir hendur að rannsaka gang hennar var jafn-
framt að rannsaka vilja guðs sem var á bak við endurlausnina, og
þannig tengdist verkefni sagnfræðinnar við guðfræði og heim-
speki. En jafnvel þótt sleppt sé guðfræðilegum sjónarmiðum
miðalda, leiðir linubundin tímamynd til þess að sagan verður ekki
aðeins hluti af bókmenntum eða mælskulist heldur fyrst og fremst
verkefni fyrir einhverja vísindagrein: samkvæmt þessari línu-
bundnu tímamynd stefnir þróunin nefnilega í ákveðna átt, hún
fylgir vissum rökum og hún hefur einhvern tilgang, og um þessi
atriði vilja menn fjalla á vísindalegan hátt.
Ýmis þau atriði, sem hér hefur verið bent á og eru bein afleiðing
af þeirri söguskoðun og tímamynstri, sein kom fyrst fram með
kristninni, þróuðust þó seint og komu kannski skýrast fram eftir
lok miðalda. Þá var söguskoðunin þegar tekin að breytast allveru-
lega, en þessi breyting var af allt öðru tagi en sú sem varð við sigur