Saga - 1982, Page 231
NÝJAR STEFNUR í FRANSKRI SAGNFRÆÐI
229
kristninnar. Kristnar trúarsetningar voru nú taldar verkefni guð-
fræðinnar einnar og hurfu því úr söguskoðuninni að miklu leyti,
bannig að hætt var að líta á söguna einungis sem gleðileik endur-
lausnarinnar, en hins vegar var skoðun manna á eðli tímans eftir
sem áður hin sama. Menn héldu áfram að líta á tímann sem línu-
bundna þróun og áhrif þeirrar hugmyndar á sagnfræði voru stöð-
ugt hin sömu. En þegar dómsdagur var ekki lengur lokatakmark
allrar veraldarsögunnar breyttust hugmyndir manna um tilgang
°g eðli þróunarinnar smám saman, og svo fór að lokum að
sögumynstur kristninnar snerist við eins og sagt hefur verið: í stað
þess að líta svo á að veraldarsagan hefði byrjað 'í jarðneskri
Paradís og síðan hnignaði öllu, þannig að ástandið yrði því verra
sem dómsdagur nálgaðist meir, fóru menn að halda að veraldar-
sagan hefði byrjað í villimennsku frummanna og stefndi síðan í
att til meiri menningar og fullkomnunar.
Þessi sagnfræðilega þróunarkenning, sem menn mega alls ekki
rugla saman við þróunarkenningu Darwins (þótt þessi tengsl hafi
síðar myndast milli þeirra), mótaðist hægt og er tilurð hennar oft
talin ná yfir þrjár aldir, eða frá því um 1500 til 1800. Á þessu
'anga tímaskeiði tók hún á sig ýmsar myndir. í einni af fyrstu út-
gáfum hennar, sem hefur haft gífurlega mikil áhrif síðan, var litið
á söguna sem eins konar leikrit í þremur þáttum: í fyrsta þætti,
fornöldinni, þróaðist siðmenningin og náði hámarki í Rómaveldi,
1 Öðrum þætti, miðöld, hrundi sú menning þannig að villimennska
náði aftur yfirhöndinni, en í þriðja þætti, endurreisnartímanum
eða nýju öldinni, fundu menn aftur þá kenningu sem tapazt hafði.
Þessi söguskoðun felur þó ekki nauðsynlega í sér að þróunin eigi
eftir að halda enn áfram, heldur litu margir þeir, sem aðhylltust
bana, svo á að þjóðfélag endurreisnartímabilsins eða klassíska
tíniabilsins milli 1600 og 1800 væri hápunktur þróunarinnar, og
'engra yrði tæpast komizt. Á þessum tíma endurvöktu ýmsir
hugsuðir hina fornu hugmynd Grikkja og Rómverja um tímann
Sent hring þar sem sömu fyrirbærin endurtækju sig eftir ákveðn-
um reglum. Sett var fram að nýju sú forna skoðun, sem kemur
begar fyrir í lausum dráttum hjá Plató, að stjórnarfarskerfi taki
við hvert af öðru í ákveðinni röð, t.d. komi þar fyrst konungs-
veldi, þá aðalsveldi, síðan harðstjórn og loks lýðræði. En þeir sem