Saga - 1982, Page 232
230
EINAR MÁR JÓNSSON
endurvöktu slíkar hugmyndir lögðu miklu meiri áherslu en gert
hafði verið í fornöld á það að þessi þróun væri engan veginn háð
tilviljunum eða yfirborðsatriðum, heldur réðu ákveðin lögmál
þjóðfélagsþróuninni og þau lögmál væri hægt að rannsaka. Eftir
því sem kom lengra fram á 18. öld jókst bjartsýni manna á fram-
farir og trú þeirra á vísindi, og þá fékk sú skoðun æ meiri hljóm-
grunn að veraldarsagan frá upphafi væri saga sífelldra framfara.
Allar þessar hugmyndir runnu að lokum saman og myndaðist
þannig sú kenning að þróun mannkynsins stjórnaðist af djúp-
stæðum og flóknum lögmálum, sem væru alltaf að verki þótt
menn gerðu sér enga grein fyrir þeim, og hefði hún engan veginn
náð hámarki, heldur myndi hún halda áfram um ókomnar aldir.
Þessi söguskoðun varð síðan ríkjandi á 19. öld, þegar farið var
að beita nútímaaðferðum við sagnfræðirannsóknir, og hún
mótaði viðhorf þeirra fræðimanna sem þá störfuðu og hafa síðan
verið taldir forsprakkar sagnfræði nútímans. Fyrir flesta þessa
menn var þó veraldarsagan og kenningin um þróun alls mann-
kynsins fullvíður rammi, og þess vegna sneru þeir sér að verk-
efnum, sem voru viðráðanlegri, en þau voru venjulega saga þjóð-
ríkis hvers sagnfræðings. Innan þessa þrengri ramma mótuðust
þó öll þeirra viðhorf af hinni línubundnu tímamynd og þróunar-
kenningunni, þótt í smærra stíl væri, og vöxtur og viðgangur
þjóðríkis varð megintilgangur sögunnar í augum þeirra, enda var
litið á það sem nauðsynlegan vettvang fyrir framfarir fram-
tíðarinnar.
En þegar í lok 19. aldar og síðan í upphafi þessarar aldar varð
mikil kreppa í sagnfræði: menn fóru að efast um þá söguskoðun,
sem fræðigreinin var byggð á, og margir misstu einnig trúna á það
að aðferðir sagnfræðinga væru þess megnugar að leiða i ljós
nokkurn þann ,,sannleika“ um fortíðina, sem hægt væri að
treysta á. Ekki var fjarri því að sú kenning Forn-Grikkja kæmi
aftur fram á sjónarsviðið, að sagnfræði væri ekki annað en per-
sónulegar skoðanir og meiningar fræðimannsins og ætti í bezta
lagi ekki heima annars staðar en í flokki með bókmenntum og
skáldverkum. Það var vitanlega ekki tilviljun að kreppan kom