Saga - 1982, Blaðsíða 237
NÝJAR STEFNUR í FRANSKRI SAGNFRÆÐI 235
getur því ekki logið. Nú er ekki að efa að til hafi verið falsaðar
myntir eða kannski myntir sem höfðu misheppnazt í deiglunni, en
með því að rannsaka nógu mikið magn má girða fyrir þá hættu að
Þær leiði til rangra ályktana, því að afbrigðilegar myntir hverfa þá
í fjöldann.
Þetta dæmi er að vísu nokkuð einfalt, en í grundvallaratriðum
má segja að sama máli gegni um alla smíðaða hluti: ef menn vilja
f-d. kynna sér landbúnaðartækni eða prentlist á ákveðnum tíma
er einfaldast að líta á þau landbúnaðaráhöld eða þær prentvélar
sem varðveitzt hafa. Hið sama gildir einnig um hugverk, þótt þar
sé komið inn á talsvert flóknari svið: málverk eða ritsmíðar af
hvaða tagi sem er hljóta t.d. að teljast öruggar heimildir um allt
Það sem birtist í þeim sjálfum, hvort sem það er stíll, tilfinningar,
hugmyndir, heimspekikenningar eða annað slikt. Á þessum stað
eiga líka heima þær frásagnir eða sögurit, sem mynda fyrri flokk
heimildanna, því að slíkir textar eru ekki aðeins meira eða minna
sannorðar heimildir um atburði utan þeirra, heldur eru þeir líka
vitnisburður um það viðhorf til sögulegra atburða, söguskoðun
°-þ.h. sem þar kemur fram. Það liggur í hlutarins eðli að um leið
°g þessar heimildir seinni flokksins eru vitni um sig sjálfar vísa
Þær einnig út á við, en á allt annan og miklu öruggari hátt en
heimildir fyrri flokksins: þær sýna tækni, hugmyndaheim og slíkt
eins og var á einhverju ákveðnu tímabili, og eru jafnvel vitni um
einstaka atburði, eins og t.d. ,,gengisfellingu“ af því tagi sem
áður var nefnd, tækninýjungar eða birtingu nýrra hugmynda.
Loks má telja til þessa flokks ýmsar aðrar heimildir, sem vísa út
fyrir sig á þennan sama hátt, eins og bókhald, jarðabækur, mann-
lalsskýrslur o.fl. Þótt einhver slik skjöl kunni að vera fölsuð eða
röng — og þau séu því stundum ótryggar heimildir um smáatriði —
er niagnið svo mikið að skekkjan af þeirra völdum verður hverf-
andi, þegar á heildina er litið.
Ljóst er að þessir tveir flokkar heimilda eru ekki aðeins ólíkir
eðli, heldur hlýtur sagnfræðin að verða mjög mismunandi eftir
Þvi á hvers konar heimildum hún er byggð. Þau gögn sem teljast
fyrri flokksins geta gefið efni í meira eða minna nákvæma at-
Þurðasögu, en slíka sögu er hins vegar ekki hægt að byggja á þeim