Saga - 1982, Page 240
238
EINAR MÁR JÓNSSON
sett upp í nokkurt tímabundið þróunarmynstur, eins og það tíma-
bil sem sagnfræðingurinn lýsti væri einhvers konar nútími og ekki
einungis vísir að því sem síðar gerðist, þótt viss tengsl væru við
seinni tímabil.
Þótt það kunni að koma mönnum undarlega fyrir sjónir má
segja að helsta fyrirmynd Lucien Febvre hafi verið landafræði,
enda samdi hann allmikið ritverk um tengsl hennar við sögu og
þreyttist aldrei á að brýna fyrir mönnum hve mikilvægt það væri
að átta sig vel á samspili þessara fræða. í stað þess að rannsaka
þróun manna i tímanum vildi hann þannig fjalla um sérsvið sitt,
16. öldina, eins og hann væri landfræðingur, sem ferðast hefði
aftur í tímann og skoðaði Evrópu eins og hún leit út þá: hann vildi
gera e.k. þverskurð í gegnum tímann og rannsaka afstöðu manna
til landsins, eins og hún var á afmörkuðu skeiði. Hann hafði
mikinn áhuga á því að finna hin ýmsu leiðakerfi, ekki aðeins
verzlunarleiðir og leiðir ferðamanna og pílagríma, heldur líka út-
breiðsluleiðir orðróms og gróusagna og afstöðu þjóðfélagshópa á
hinum ýmsu stöðum hvers til annars. En við þessa landafræði
fyrri tíma bætti hann hagfræði og þjóðfélagsfræði, og lýsti
atvinnuháttum, nýtingu lands og stéttaskiptingu til að skapa
heildarmynd af samfélagi tímabilsins. Þessum aðferðum beitti
Lucien Febvre einkum í einni af fyrstu bókum sínum sem var
lýsing héraðsins Franche Comté i Austur-Frakklandi á 16. öld, en
Marc Bloch beitti þeim e.t.v. af enn meiri glæsibrag í riti sínu um
franska búnaðarhætti á fyrri tímum og i hinu volduga verki sínu
um lénsþjóðfélagið, sem kom út rétt fyrir heimsstyrjöldina, og er
tvímælalaust eitt merkasta sagnfræðirit franskt á þessari öld.
Með þessu móti komu Lucien Febvre og Marc Bloch fram með
tvær veigamiklar nýjungar í sagnfræðivinnubrögðum: þeir hösl-
uðu sér nýjan völl í verkefnavali með því að rannsaka fyrst og
fremst kerfi af ýmsu tagi, landnýtingarkerfi, efnahagskerfi, þjóð-
félagskerfi, og jafnframt beittu þeir við rannsóknirnar nýjum að-
ferðum, sem þeir sóttu í smiðju félagsvísinda og hafði ekki áður
verið beitt við rannsóknir í sagnfræði. Þegar litið er á starfshætti
þeirra frá heimspekilegra sjónarmiði, virðist mikilvægasta nýj-
ungin þó vera sú að þeir lögðu áherzlu á fyrirbæri, sem hafa allt