Saga - 1982, Side 241
NÝJAR STEFNUR í FRANSKRI SAGNFRÆÐI
239
aðra tilveru í tímanum en venjulegir arburðir. Krýning Napóleons
er t.d. eitt afmarkað atvik, sem sjónarvottur sér gerast á stuttri
stund og vitnum verður komið við, leiðakerfi er hins vegar röð af
ðteljandi smáatvikum, þ.e.a.s. það að fjölmargir menn þræða
sama veginn áratug eftir áratug, en þau renna saman og mynda
e'tt sögulegt fyrirbæri sem er annars eðlis en venjulegur atburður.
Um leið og þeir skoðuðu hvert timabil sem sjálfstæða heild — e.k.
>>félagsfræðilegan nútíma“ — og tóku að fjalla um fyrirbæri af
bessu tagi, voru þeir í raun og veru búnir að slita söguna úr
tengslum við línubundna tímamynd.
Þrátt fyrir brautryðjendastarf sitt á sviði aðferða og vinnu-
bragða drógu Lucien Febvre og Marc Bloch ekki neinn heimspeki-
legan lærdóm af því og mótuðu ekki skipulegar kenningar um við-
horf sín. Það féll svo í skaut Fernands Braudels, lærisveins og vin-
ar Lucien Febvre, að halda starfinu áfram og setja fram kenning-
ar um stöðu sögulegra fyrirbæra í timanum. Hugleiðingar hans
um þessi mál birtust í stuttri ritgerð, sem síðar var gefin út í rit-
gerðasafni hans og vakti mikla athygli meðal sagnfræðinga. Að
vissu leyti sameinar mynd Fernands Braudels af tímanum bæði
hina fornu hugmynd um tímann sem hring þar sem atburðirnir
sýnast stöðugt endurtaka sig og hina kristnu hugmynd um tímann
Sem beina linu, þar sem hver atburður virðist einstakur en öll
Þróunin er talin stefna í ákveðna átt. Braudel leit svo á að söguleg
fyrirbæri í víðustu merkingu hrærðust í mjög ólíkum tímavíddum
°8 gerðust á mismunandi ,,bylgjulengdum“ ef svo má segja.
^erði hann greinarmun á þrenns konar ,,bylgjulengdum“ og kall-
aði þær ,,skammtíma“, ,,miðtíma“ og ,,langtíma.“ Þessi nöfn
hafa unnið sér fastan sess í máli franskra sagnfræðinga síðan,
bótt um það megi deila hve hentug þau séu.
Þau fyrirbæri sem gerast í ,,skammtíma“ eru allir venjulegir
sögulegir atburðir, sem menn upplifa og skilgreina sem slíka,
einkum hin ýmsu atvik stjórnmálasögu, styrjalda, persónusögu og
annarra slíkra greina sögunnar. Bylgjulengd þessara viðburða er
augnablikið, dagurinn eða árið, þeir eru efniviðurinn í frásögnum
Sagnarita, og menn hafa tilhneigingu til að líta á þá sem línu-
bttndna framþróun.