Saga - 1982, Page 246
244
EINAR MÁR JÓNSSON
hverfis Beauvais i Norður-Frakklandi á 17. og 18. öld, en um það
verkefni fann hann ítarlegar heimildir, fyrst og fremst kirkju-
bækur. Skilgreindi hann fyrst raðir sömu fyrirbæra, t.d. fæðinga,
giftinga og dauðsfalla og lýsti síðan nákvæmlega hvernig þeim var
háttað í þessu héraði. Þessi rannsóknaraðferð gaf mjög góða
raun. Það kom fyrst í ljós að á öllu þessu tímabili var hegðun
héraðsbúa hin sama og mjög ólík því sem síðar varð: var hún sem
sé eitt af fyrirbærum langtíma. í heild fjölgaði héraðsbúum ekki.
Menn giftust fremur ungir og áttu mörg börn, en dánartala barna
á fyrstu árum var svo óskapleg að segja mátti að nýfætt barn væri
nánast dauðadæmd vera sem enginn gat vitað hvort yrði hugað líf
eða ekki. Rannsóknin leiddi í ljós að börn dóu flest á haustin en
gamalmenni á útmánuðum, hvernig sem á því stóð. Þrátt fyrir
þessi dauðsföll gat héraðsbúum fjölgað nokkuð hratt á stuttu
tímabili, en í hvert skipti sem ibúatalan náði ákveðinni hámarks-
tölu skall á hungursneyð eða grimmdarleg drepsótt af einhverju
tagi, þannig að mikill mannfellir varð og íbúatalan féll aftur niður
í lágmark. Þessar miklu og allreglubundnu sveiflur á íbúatölunm
tilheyrðu að sjálfsögðu ,,bylgjulengd“ miðtímans og höfðu það i
för með sér að engin raunveruleg fjölgun gat orðið. Þess má geta
að rannsóknir Gouberts bentu til þess að héraðsbúar hefðu mjög
hlýðnast boðum kaþólskrar kirkju, því að óskilgetin börn voru
nánast óþekkt fyrirbæri.
Árið 1960, sama árið og rit Pierre Gouberts kom út, birtist rit
eftir sagnfræðinginn Philippe Ariés, þar sem fjallað var um fjöl-
skyldulíf og viðhorf til barna á þessu sama tímabili. Kemst Ariés
að þeirri niðurstöðu að fjölgunarmynstri þessara alda hafi einnig
fylgt sérstök fjölskyldutilfinning, ólík þeirri sem síðar var rikj-
andi, t.d. hafi tilfinningin fyrir ungbörnum og ást á þeim verið
minni á þessum barnadauðatíma en nú þætti eðlilegt.
Þessir sérfræðingar í efnahags- og þjóðfélagssögu 17. og 18-
aldar, sem nú hafa verið taldir, komast allir að einni niðurstöðu:
þau fyrirbæri sem þeir hafa rannsakað og tilheyra langtíma, hver
sem þau eru, breytast mjög skyndilega á seinni hluta 18. aldar.
Slíkum breytingum hafði Braudel ekki gert ráð fyrir í sínum
kenningum, og virtist gagnrýni marxista þvi hafa við nokkur rök