Saga - 1982, Page 251
NÝJAR STEFNUR í FRANSKRI SAGNFRÆÐl
249
Stoianovich The French historical method. The Annalesparadigm
(Cornell University Press 1976), en hugsaði annars mest um að
gera grein fyrir vandamálum, sem mér virtust vera ofarlega á
baugi meðal franskra sagnfræðinga, og segja frá verkum sem
höfðu sérstaklega vakið áhuga minn. Þegar til tals kom að prenta
erindin, fannst mér nauðsynlegt að endurskoða þau mjög ræki-
lega. En í ljós kom að slík endurskoðun væri sama og semja alveg
nÝja ritsmíð, svo að ég tók að lokum þann kostinn að birta erindin
eins og þau voru flutt. Ég hef aðeins fellt burt endurtekningar,
bætt inn smákafla, sem ég hafði orðið að sleppa í flutningi tímans
vegna, og vikið til orðalagi á stöku stað svo að efnið komi skýrar
fram.
En mér finnst rétt að bæta því við hér, að franskir sagnfræð-
'ngar hafa engan veginn setið auðum höndum síðan erindin voru
samin, heldur hafa þeir innt af höndum svo mikið verk, að ljóst er
nú að síðustu tíu árin eða svo verða að teljast eitt mesta blóma-
skeið i franskri sagnfræði á seinni tímum. Fernand Braudel, sem
virtist vera einnar bókar maður, þegar ég var að semja þetta
spjall, gaf út í árslok 1979 mikið ritverk í þremur bindum um
cfnislega menningu og kapítalisma, sem er kórónan á ævistarfi
hans. En annars hefur áhugi sagnfræðinga á hugmynda- og til-
finningasögu komið æ betur i ljós og aukizt. Georges Duby gaf
úrið 1981 út rit um viðhorf miðaldamanna til hjónabands, sem
hann nefndi Konan, klerkurinn og riddarinn og varð metsölubók
1 Frakklandi, og sama ár birti Jacques Le Goff mjög viðamikið
Verk sem fjallaði um uppruna kaþólskra hugmynda um hreins-
nnareldinn og jafnframt um samspil þjóðfélagsþróunar og við-
horfs manna til framhaldslífs. Emmanuel Le Roy Ladurie beitti
nðferðum strúktúralista við að rannsaka afstöðu þjóðfélagsbygg-
'ngar og ýmissa sagnmynstra í alþýðubókmenntum á 18. öld í
hinu mikla riti sínu Peningarnir, ástin og dauðinn í Suður-Frakk-
landi frá 1980. Loks er rétt að nefna hinar stórmerku rannsóknir
•fean Delumeau á ótta bæði við raunveruleg og ímynduð fyrirbæri
°8 viðbrögð manna við ótta á tímabilinu 1300 til 1800, en aðeins
fyrsta bindið af riti hans um þetta efni hefur séð dagsins ljós enn
Sent komið er.