Saga - 1982, Page 253
JÓN HELGASON RITSTJÓRI
251
Skólavist Jóns varð ekki löng. Hann var einn vetur í
alþýðuskólanum á Laugum og í Samvinnuskólanum hluta úr
yetri. En með sjálfsnámi varð hann fjölmenntaður, handgenginn
íslenskum bókmenntum, og öðlaðist er stundir liðu mjög trausta
°g víðtæka þekkingu á sögu íslands og sérkennum islensks
tnannlífs fyrr og síðar. Tungumálamaður gerðist hann einnig
ágætur.
Rúmlega tvítugur varð Jón blaðamaður við Nýja dagblaðið.
Þar með var lífsbraut hans mörkuð. Var hann síðan blaðamaður
°g ritstjóri til dauðadags, um 45 ára skeið Hann var ritstjóri
tveggja blaða, Frjálsrar þjóðar og Timans, og tveggja tímarita,
Dvalar og Sunnudagsblaðs Tímans.
Jón var ágætur blaðamaður, bæði fljótvirkur og velvirkur.
Snemma varð hann svo ritfær, að þar stóðu engir starfsbræður
hans honum framar.
,,Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein,“ segir skáldið. í
starfi sínu öllu lagði Jón Helgason sérstaka rækt við þetta þrennt.
Umhyggja Jóns fyrir landinu birtist í fjölda blaðagreina, sem
lýstu sívökulum áhuga á náttúruvernd. Honum sveið gróður-
eyðing landsins og hann ritaði marga snjalla brýningu um þörfina
á hlífð við gróður og jarðveg. Óþreytandi var hann að hvetja
menn til dáða um hvers konar ræktunarstörf, svo að breyta mætti
auðnum og örfoka söndum í grónar lendur á ný.
Jón bar þjóð sina, veg hennar og sóma, mjög fyrir brjósti.
Hann var áhugamikill um þjóðfrelsismál og brýndi fyrir íslend-
ingum vegsemd þess og vanda að varðveita sjálfstæði sitt og
sæmd í hörðum og válegum heimi. Hann varaði oft við því að
þjóðin ánetjaðist erlendu valdi í einni eða annarri mynd. Alla
stund lagði Jón mikla rækt við íslenska tungu og náði á henni
slíkum tökum að hann ritaði einkar litríkt, hljómmikið og auðugt
mál.
Starfsþrek Jóns var með ólíkindum. Samhliða blaðamennsku
°g ritstjórn gerðist hann mikilvirkur þýðandi og rithöfundur.
^andaðar þýðingar ferðabóka og skáldrita öndvegishöfunda áttu
án efa mikinn þátt í að auðga orðaforða hans og efla ritleiknina.
Svo mikið er víst, að þegar hann um fertugt hóf að semja sagna-