Saga - 1982, Side 254
252
GILS GUÐMUNDSSON
þætti sína um íslenskt mannlíf á fyrri tímum, byggða á traustri
heimildakönnun, varð hann nær samstundis afreksmaður í þeirri
grein. Saga og örlög íslensks fólks fyrr og síðar var honum svo
nátengt að margvíslegt brotasilfur úr þurrum og sundurleitum
heimildum fékk í höndum hans líf og lit og varð einatt að áhrifa-
mikilli sögu. Jón hafði ákaflega næmt auga fyrir söguefnum, sem
hann yljaði samúðarfullum skilningi sínum á sálarlífi fólks og
örlögum.
Jón Helgason ritaði yfir tuttugu bækur. Fyrsta frumsamin bók
hans, Borgarfjarðarsýsla sunnan Skarðsheiðar, kom út 1950. Er
það lands- og náttúrulýsing fæðingarhéraðs Jóns, og kom út sem
árbók Ferðafélags íslands. Á árunum 1958-62 birtist ritsafnið
íslenskt mannlífi fjórum bindum, frásagnir af fólki og atburðum
liðinna tíma. Árin 1968-70 kom Vér íslands börn í þremur
bindum, með sams konar efni. Segja má að bækur þessar séu á
mörkum sagnfræði og skáldskapar. Hafa þær að verðleikum
hlotið mikið lof og vinsældir. Sagnfræðileg rit eru Tyrkjaránið,
1963, og Hundrað ár í Borgamesi, 1967. Bækumar Orð skulu standa,
1971 og Þrettán rifur ofan í hvatt, 1972, eru heimildasögur, þar
sem lýst er af mikilli nærfærni kynlegum kvistum frá horfinni tíð.
Jón tók og saman fimm bindi í ritsafninu Aldirnar, og fjallaði þar
um sextándu, sautjándu og átjándu öld. Ritsafn þetta er saga í
fréttaformi. Þegar Jón féll frá, hafði hann nýlokið við að semja
ritið Stóra bomban, þar sem segir frá umdeildum og sögulegum
stjórnmálaatburðum um og eftir 1930.
Nýr áfangi á rithöfundarferli Jóns Helgasonar hófst 1970. Kom
þá frá hendi hans safn smásagna. Alls sendi hann frá sér fjögur
smásagnasöfn á níu árum. Bera þau vitni um ótvíræða skáldgáfu
og listræn vinnubrögð. Tryggðu sagnasöfnin honum öruggan sess
á íslensku skáldaþingi.
Maður sem má trútt um tala, skáldið Ólafur Jóh. Sigurðsson,
fer um smásögur Jóns svofelldum orðum:
,,Ég leyfi mér að halda fram, að torfundin muni sú saga í þess-
um fjórum bindum, sem ekki búi yfir miklum verðleikum: römm-
um tengslum við íslenskt þjóðlíf, þann jarðveg sem þær eru
sprottnar úr, lifandi persónulýsingum, auðugu málfari og a